Skip to content
Loading Events

« All Events

Aðventumessa 1. desember

desember 1 @ 11:00 - 12:30

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 3. desember kl 11:00, sem er 1. sunnudagur í aðventu.

Jesaja 62:10–12

10 Gangið út, gangið út um borgarhliðin! Greiðið götu lýðsins! Leggið, leggið braut! Ryðjið burt grjótinu! Reisið merki fyrir þjóðirnar! 11 Sjá, Drottinn gjörir það kunnugt til endimarka jarðarinnar: Segið dótturinni Síon: „Sjá, hjálpræði þitt kemur! Sjá, endurgjald hans fylgir honum, og fengur hans fer á undan honum!“ 12 Og þeir munu kallaðir verða hinn heilagi lýður, hinir endurleystu Drottins, og þú munt kölluð verða hin fjölsótta, borgin, sem eigi var yfirgefin.

Róm 13:11–14

11 Gjörið þetta því heldur sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni, því að nú er oss hjálpræðið nær en þá er vér tókum trú. 12 Liðið er á nóttina og dagurinn í nánd. Leggjum því af verk myrkursins og klæðumst hertygjum ljóssins. 13 Framgöngum sómasamlega eins og á degi, ekki í ofáti né ofdrykkju, ekki í saurlífi né svalli, ekki í þrætu né öfund. 14 Íklæðist heldur Drottni Jesú Kristi, og alið ekki önn fyrir holdinu, svo að það verði til að æsa girndir.

Matt 21:1–9

1 Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið, sendi Jesús tvo lærisveina 2 og sagði við þá: „Farið í þorpið hér framundan ykkur, og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér. 3 Ef einhver hefur orð um, þá svarið: ,Herrann þarf þeirra við,’ og mun hann jafnskjótt senda þau.“ 4 Þetta varð, svo að rættist það, sem sagt er fyrir munn spámannsins: 5 Segið dótturinni Síon:
Sjá, konungur þinn kemur til þín,
hógvær er hann og ríður asna,
fola undan áburðargrip. 6 Lærisveinarnir fóru og gjörðu sem Jesús hafði boðið þeim, 7 komu með ösnuna og folann og lögðu á þau klæði sín, en hann steig á bak. 8 Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir hjuggu lim af trjánum og stráðu á veginn. 9 Og múgur sá, sem á undan fór og eftir fylgdi, hrópaði: „Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!“

Details

Date:
desember 1
Time:
11:00 - 12:30