
Aðventumessa 3. desember
desember 3 @ 11:00 - 12:30

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 3. desember kl 11:00, sem er 1. sunnudagur í aðventu.
Jesaja 42:1–4
1Sjá þjón minn, sem ég leiði mér við hönd, minn útvalda, sem ég hefi þóknun á. Ég legg anda minn yfir hann, hann mun boða þjóðunum rétt.
2Hann kallar ekki og hefir ekki háreysti og lætur ekki heyra raust sína á strætunum.
3Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur, og dapran hörkveik slökkur hann ekki. Hann boðar réttinn með trúfesti.
4Hann daprast eigi og gefst eigi upp, uns hann fær komið inn rétti á jörðu, og fjarlægar landsálfur bíða eftir boðskap hans.
Fyrra Þessalóníkubréf 3:9–13
9Hvernig getum vér nógsamlega þakkað Guði fyrir alla þá gleði, er vér höfum af yður frammi fyrir Guði vorum? 10Og vér biðjum nótt og dag, heitt og af hjarta, að fá að sjá yður og bæta úr því, sem trú yðar er áfátt.
11Sjálfur Guð og faðir vor og Drottinn vor Jesús greiði veg vorn til yðar. 12En Drottinn efli yður og auðgi að kærleika hvern til annars og til allra, eins og vér berum kærleika til yðar. 13Þannig styrkir hann hjörtu yðar, svo að þér verðið óaðfinnanlegir og heilagir frammi fyrir Guði, föður vorum, við komu Drottins vors Jesú ásamt öllum hans heilögu.
Jesú fagnað: Mark 11:1–11
1Þegar þeir nálgast Jerúsalem og koma til Betfage og Betaníu við Olíufjallið, sendir hann tvo lærisveina sína 2og segir við þá: „Farið í þorpið hér framundan ykkur. Um leið og þið komið þangað, munuð þið finna fola bundinn, sem enginn hefur enn komið á bak. Leysið hann, og komið með hann. 3Ef einhver spyr ykkur: ,Hvers vegna gjörið þið þetta?’ Þá svarið: ,Herrann þarf hans við, hann sendir hann jafnskjótt aftur hingað.'“
4Þeir fóru og fundu folann bundinn við dyr úti á strætinu og leystu hann. 5Nokkrir sem stóðu þar, sögðu við þá: „Hvers vegna eruð þið að leysa folann?“
6Þeir svöruðu eins og Jesús hafði sagt, og þeir létu þá fara. 7Síðan færðu þeir Jesú folann og lögðu á hann klæði sín, en hann settist á bak. 8Og margir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir lim, sem þeir höfðu skorið á völlunum. 9Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu, hrópuðu: „Hósanna! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! 10Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!“
11Hann fór inn í Jerúsalem og í helgidóminn. Þar leit hann yfir allt, en þar sem komið var kvöld, fór hann til Betaníu með þeim tólf.