Skip to content
Loading Events

« All Events

Kvöldmessa 19. október

október 19 @ 11:00 - 13:00

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, laugardagskvöldið 19. október kl 11:00.  Við lesum texta næstkomandi sunnudags, sem er 21. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Við minnumst einnig allraheilagramessu.

2 Mós 23:1-9

1Þú skalt ekki fara með lygikvittu. Þú skalt ekki leggja lið þeim, er með rangt mál fer, til að gjörast ljúgvottur.2Þú skalt ekki fylgja fjöldanum til illra verka. Ef þú átt svör að veita í sök nokkurri, þá skalt þú ekki á eitt leggjast með margnum til þess að halla réttu máli.3Ekki skalt þú vera hliðdrægur manni í máli hans, þótt fátækur sé.4Ef þú finnur uxa óvinar þíns eða asna hans, sem villst hefir, þá fær þú honum hann aftur.5Sjáir þú asna fjandmanns þíns liggja uppgefinn undir byrði sinni, þá skalt þú hverfa frá því að láta hann einan. Vissulega skalt þú hjálpa honum til að spretta af asnanum.6Þú skalt ekki halla rétti fátæks manns, sem hjá þér er, í máli hans.7Forðastu lygimál og ver eigi valdur að dauða saklauss manns og réttláts, því að eigi mun ég réttlæta þann, sem með rangt mál fer.8Eigi skalt þú mútu þiggja, því að mútan gjörir skyggna menn blinda og umhverfir máli hinna réttlátu.9Eigi skalt þú veita útlendum manni ágang. Þér vitið sjálfir, hvernig útlendum manni er innanbrjósts, því að þér voruð útlendingar í Egyptalandi.

Kól 2:1-7

1Ég vil að þér vitið, hversu hörð er barátta mín vegna yðar og þeirra í Laódíkeu og allra þeirra, sem ekki hafa séð mig sjálfan.2Mig langar, að þeir uppörvist í hjörtum sínum, sameinist í kærleika og öðlist gjörvalla auðlegð þeirrar sannfæringar og skilnings, sem veitir þekkinguna á leyndardómi Guðs, Kristi.3En í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir.4Þetta segi ég til þess að enginn tæli yður með áróðurstali,5því að ég er hjá yður í andanum, þótt ég sé líkamlega fjarlægur, og ég horfi með fögnuði á góða skipan hjá yður og festu yðar í trúnni á Krist.6Þér hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið því í honum.7Verið rótfestir í honum og byggðir á honum, staðfastir í trúnni, eins og yður hefur verið kennt, og auðugir að þakklátsemi.

Lúk 18:1-8

1Þá sagði hann þeim dæmisögu um það, hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast:2Í borg einni var dómari, sem hvorki óttaðist Guð né skeytti um nokkurn mann.3Í sömu borg var ekkja, sem kom einlægt til hans og sagði: Lát þú mig ná rétti á mótstöðumanni mínum.4Það vildi hann ekki lengi vel. En að lokum sagði hann við sjálfan sig: Ekki óttast ég Guð að sönnu né skeyti um nokkurn mann.5En þessi ekkja lætur mig aldrei í friði. Því vil ég rétta hlut hennar, áður en hún gjörir út af við mig með nauði sínu.6Og Drottinn mælti: Heyrið, hvað rangláti dómarinn segir.7Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu, sem hrópa til hans dag og nótt? Mun hann draga að hjálpa þeim?8Ég segi yður: Hann mun skjótt rétta hlut þeirra. En mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu, þegar hann kemur?

Details

Date:
október 19
Time:
11:00 - 13:00