Skip to content
Loading Events

« All Events

Kvöldmessa 4. maí kl 19:00

maí 4, 2025 @ 19:00 20:30

Velkomin í kvöldmessu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, sunnudaginn 4. maí kl 19:00. Sunnudagurinn er þriðji sunnudagur páskatímans.

Fyrri ritningarlestur: Jes 43:16-19

Svo segir Drottinn, hann sem lagði veg yfir hafið og braut yfir hin ströngu vötn, hann sem leiddi út vagna og hesta, herafla og fyrirliða. Þeir liggja þar hver með öðrum og fá eigi risið á fætur, þeir slokknuðu, kulnuðu út sem hörkveikur: Rennið eigi huga til hins umliðna og gefið eigi gætur að því er áður var. Sjá, nú hefi ég nýtt fyrir stafni, það tekur þegar að votta fyrir því – sjáið þér það ekki? Ég gjöri veg um eyðimörkina og leiði ár um öræfin.

Síðari ritnignarlestur: Heb 13:12-16

Þess vegna leið og Jesús fyrir utan hliðið, til þess að hann helgaði lýðinn með blóði sínu. Göngum því til hans út fyrir herbúðirnar og berum vanvirðu hans. Því að hér höfum vér ekki borg er stendur, heldur leitum vér hinnar komandi. Fyrir hann skulum vér því án afláts bera fram lofgjörðarfórn fyrir Guð, ávöxt vara, er játa nafn hans. En gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpseminni, því að slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar.

Guðspjall: Jóh 16:16-23

Innan skamms sjáið þér mig ekki lengur, og aftur innan skamms munuð þér sjá mig.“ Þá sögðu nokkrir lærisveina hans sín á milli: „Hvað er hann að segja við oss: ,Innan skamms sjáið þér mig ekki, og aftur innan skamms munuð þér sjá mig,’ og: ,Ég fer til föðurins’?“ Þeir spurðu: „Hvað merkir þetta: ,Innan skamms’? Vér vitum ekki, hvað hann er að fara.“ Jesús vissi, að þeir vildu spyrja hann, og sagði við þá: „Eruð þér að spyrjast á um það, að ég sagði: ,Innan skamms sjáið þér mig ekki, og aftur innan skamms munuð þér sjá mig’? Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð gráta og kveina, en heimurinn mun fagna. Þér munuð verða hryggir, en hryggð yðar mun snúast í fögnuð. Þegar konan fæðir, er hún í nauð, því stund hennar er komin. Þegar hún hefur alið barnið, minnist hún ekki framar þrauta sinna af fögnuði yfir því, að maður er í heiminn borinn. Eins eruð þér nú hryggir, en ég mun sjá yður aftur, og hjarta yðar mun fagna, og enginn tekur fögnuð yðar frá yður. Á þeim degi munuð þér ekki spyrja mig neins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni, mun hann veita yður.

Friðrikskapella

Hlíðarendi 6-10
Reykjavík, 102 Iceland
+ Google Map