
Kvöldmessa 4. maí kl 19:00
maí 4 @ 19:00 – 20:30

Velkomin í kvöldmessu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, sunnudaginn 4. maí kl 19:00. Sunnudagurinn er annar sunnudagur eftir páska.
Fyrri ritningarlestur: Esek 34:11–16. 31
11Svo segir Drottinn Guð:
Hér er ég sjálfur og mun leita sauða minna og annast þá. 12Eins og hirðir annast hjörð sína þann dag, sem hann er á meðal hinna tvístruðu sauða sinna, þannig mun ég annast sauði mína og heimta þá úr öllum þeim stöðum, þangað sem þeir hröktust í þokunni og dimmviðrinu. 13Og ég mun sækja þá til þjóðanna og saman safna þeim úr löndunum og leiða þá inn í land þeirra og halda þeim til haga á Ísraels fjöllum, í dölunum og á öllum byggðum bólum í landinu. 14Ég mun halda þeim í góðu haglendi, og beitiland þeirra mun vera á háfjöllum Ísraels. Þar munu þeir liggja í góðu beitilandi og ganga í feitu haglendi á Ísraels fjöllum. 15Ég mun sjálfur halda sauðum mínum til haga og sjálfur bæla þá, segir Drottinn Guð. 16Ég mun leita að hinu týnda og sækja hið hrakta, binda um hið limlesta og koma þrótti í hið veika, en varðveita hið feita og sterka. Ég mun halda þeim til haga, eins og vera ber.31En þér eruð mínir sauðir. Mín gæsluhjörð eruð þér. Ég er yðar Guð, – segir Drottinn Guð.“
Síðari ritnignarlestur: 1 Pét 2:21–25
21Til þessa eruð þér kallaðir. Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor. 22″Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í munni hans.“ 23Hann illmælti eigi aftur, er honum var illmælt, og hótaði eigi, er hann leið, heldur gaf það í hans vald, sem réttvíslega dæmir. 24Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir. 25Þér voruð sem villuráfandi sauðir, en nú hafið þér snúið yður til hans, sem er hirðir og biskup sálna yðar.
Guðspjall: Jóh 10:11–16
11Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. 12Leiguliðinn, sem hvorki er hirðir né sjálfur á sauðina, sér úlfinn koma og yfirgefur sauðina og flýr, og úlfurinn hremmir þá og tvístrar þeim. 13Enda er hann leiguliði og lætur sér ekki annt um sauðina. 14Ég er góði hirðirinn og þekki mína, og mínir þekkja mig, 15eins og faðirinn þekkir mig og ég þekki föðurinn. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. 16Ég á líka aðra sauði, sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir.