Skip to content
Loading Events

« All Events

Lesin guðsþjónusta 16. mars

mars 16, 2025 @ 11:00 13:00

Velkomin á lesna guðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, sunnudaginn 16. mars kl 11:00, sem kallast „annar sunnudagur í föstu“.

Guðsþjónustan er nokkuð einfaldari en venjuleg messa, og er hún í heild sinni lesin af leikmanni frá lestrarpúlti.

Fyrri ritningarlestur: Gen 32:24-30

Jakob varð einn eftir, og maður nokkur glímdi við hann, uns dagsbrún rann upp. Og er hann sá, að hann gat ekki fellt hann, laust hann hann á mjöðmina, svo að Jakob gekk úr augnakörlunum, er hann glímdi við hann. Þá mælti hinn: „Slepptu mér, því að nú rennur upp dagsbrún.“ En hann svaraði: „Ég sleppi þér ekki, nema þú blessir mig.“ Þá sagði hann við hann: „Hvað heitir þú?“ Hann svaraði: „Jakob.“ Þá mælti hann: „Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur Ísrael, því að þú hefir glímt við Guð og menn og fengið sigur.“ Og Jakob spurði hann og mælti: „Seg mér heiti þitt.“ En hann svaraði: „Hvers vegna spyr þú mig að heiti?“ Og hann blessaði hann þar. Og Jakob nefndi þennan stað Peníel, „því að ég hefi,“ kvað hann, „séð Guð augliti til auglitis og þó haldið lífi.“

Síðari ritningarlestur: Jak 5:13–16

Líði nokkrum illa yðar á meðal, þá biðji hann. Liggi vel á einhverjum, þá syngi hann lofsöng. Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum. Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar. Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.

Guðspjall: Matt 15:21-28

Þaðan hélt Jesús til byggða Týrusar og Sídonar. Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: „Miskunna þú mér, herra, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af illum anda.“ En hann svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: „Láttu hana fara, hún eltir oss með hrópum.“ Hann mælti: „Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.“ Konan kom, laut honum og sagði: „Herra, hjálpa þú mér!“ Hann svaraði: „Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.“ Hún sagði: „Satt er það, herra, þó eta hundarnir mola þá, sem falla af borðum húsbænda þeirra.“ Þá mælti Jesús við hana: „Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt.“ Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu.

Friðrikskapella

Hlíðarendi 6-10
Reykjavík, 102 Iceland
+ Google Map