Skip to content
Loading Events

« All Events

Lesin guðsþjónusta, 18. maí

maí 18 @ 11:00 13:00

Velkomin á lesna guðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, fjórða sunnudag páskatímans, 18. mai kl 11:00.

Guðsþjónustan er nokkuð einfaldari en venjuleg messa, og er hún í heild sinni lesin af leikmanni frá lestrarpúlti.

Fyrri ritningarlestur: Esekíel 36:26–28

Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi. Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst og koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setninga mína og breytið eftir þeim. Og þér skuluð búa í landinu, sem ég gaf feðrum yðar, og þér skuluð vera mín þjóð og ég skal vera yðar Guð.

Síðari ritningarlestur: Jakob 1:17–21

Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að og kemur niður frá föður ljósanna. Hjá honum er engin umbreyting né skuggar, sem koma og fara. Eftir ráðsályktun sinni fæddi hann oss með orði sannleikans, til þess að vér skyldum vera frumgróði sköpunar hans. Vitið, bræður mínir elskaðir: Hver maður skal vera fljótur til að heyra, seinn til að tala, seinn til reiði. Því að reiði manns ávinnur ekki það, sem rétt er fyrir Guði. Leggið því af hvers konar saurugleik og alla vonsku og takið með hógværð á móti hinu gróðursetta orði, er frelsað getur sálir yðar.

Guðspjall: Jóh 16:5–15

En nú fer ég til hans, sem sendi mig, og enginn yðar spyr mig: ,Hvert fer þú?’ En hryggð hefur fyllt hjarta yðar, af því að ég sagði yður þetta. En ég segi yður sannleikann: Það er yður til góðs, að ég fari burt, því ef ég fer ekki, kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer, sendi ég hann til yðar. Þegar hann kemur, mun hann sanna heiminum, hvað er synd og réttlæti og dómur, – syndin er, að þeir trúðu ekki á mig, réttlætið, að ég fer til föðurins, og þér sjáið mig ekki lengur, og dómurinn, að höfðingi þessa heims er dæmdur. Enn hef ég margt að segja yður, en þér getið ekki borið það nú. En þegar hann kemur, andi sannleikans, mun hann leiða yður í allan sannleikann. Hann mun ekki mæla af sjálfum sér, heldur mun hann tala það, sem hann heyrir, og kunngjöra yður það, sem koma á. Hann mun gjöra mig dýrlegan, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður. Allt sem faðirinn á, er mitt. Því sagði ég, að hann tæki af mínu og kunngjörði yður.

Friðrikskapella

Hlíðarendi 6-10
Reykjavík, 102 Iceland
+ Google Map