Skip to content
Loading Events

« All Events

Messa 1. september

september 1 @ 11:00 - 13:00

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, sunnudaginn 1. september kl 11:00, sem er 14. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Við lesum þó ritningarlestra og guðspjall þrenningarhátíðar.

1 Kron 29:10–14

10 Þá lofaði Davíð Drottin, að öllum söfnuðinum ásjáanda, og Davíð mælti: „Lofaður sért þú, Drottinn, Guð Ísraels, forföður vors, frá eilífð til eilífðar. 11 Þín, Drottinn, er tignin, mátturinn og dýrðin, vegsemdin og hátignin, því að allt er þitt, á himni og jörðu. Þinn er konungdómurinn, Drottinn, og sá, er gnæfir yfir alla sem höfðingi. 12 Auðlegðin og heiðurinn koma frá þér; þú drottnar yfir öllu, máttur og megin er í hendi þinni, og á þínu valdi er það, að gjöra hvern sem vera skal mikinn og máttkan. 13 Og nú, Guð vor, vér lofum þig og tignum þitt dýrlega nafn. 14 Því að hvað er ég, og hvað er lýður minn, að vér skulum vera færir um að gefa svo mikið sjálfviljuglega? Nei, frá þér er allt, og af þínu höfum vér fært þér gjöf.

 

2 Þess 2:13–17

13 En alltaf hljótum vér að þakka Guði fyrir yður, bræður, sem Drottinn elskar. Guð hefur frá upphafi útvalið yður til frelsunar í helgun andans og trú á sannleikann. 14 Til þess kallaði hann yður fyrir fagnaðarboðskap vorn, að þér skylduð öðlast dýrð Drottins vors Jesú Krists. 15 Bræður, standið því stöðugir og haldið fast við þær kenningar, er vér höfum flutt yður munnlega eða með bréfi. 16 En sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur og Guð, faðir vor, sem elskaði oss og gaf oss í náð eilífa huggun og góða von, 17 huggi hjörtu yðar og styrki í sérhverju góðu verki og orði.

Mark 1:29–35

29 Úr samkundunni fóru þeir rakleitt í hús Símonar og Andrésar og með þeim Jakob og Jóhannes. 30 Tengdamóðir Símonar lá með sótthita, og sögðu þeir Jesú þegar frá henni. 31 Hann gekk þá að, tók í hönd henni og reisti hana á fætur. Sótthitinn fór úr henni, og hún gekk þeim fyrir beina. 32 Þegar kvöld var komið og sólin setst, færðu menn til hans alla þá, er sjúkir voru og haldnir illum öndum, 33 og allur bærinn var saman kominn við dyrnar. 34 Hann læknaði marga, er þjáðust af ýmsum sjúkdómum, og rak út marga illa anda, en illu öndunum bannaði hann að tala, því að þeir vissu hver hann var. 35 Og árla, löngu fyrir dögun, fór hann á fætur og gekk út, vék burt á óbyggðan stað og baðst þar fyrir.

Details

Date:
september 1
Time:
11:00 - 13:00