Skip to content
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Messa 2. júní

júní 2, 2024 @ 11:00 - 13:00

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, sunnudaginn 2. júní kl 11:00, sem er 1. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Við lesum þó ritningarlestra og guðspjall þrenningarhátíðar.

1 Mós 18:1-5

1Drottinn birtist Abraham í Mamrelundi, er hann sat í tjalddyrum sínum í miðdegishitanum. 2Og hann hóf upp augu sín og litaðist um, og sjá, þrír menn stóðu gagnvart honum. Og er hann sá þá, skundaði hann til móts við þá úr tjalddyrum sínum og laut þeim til jarðar 3og mælti: „Herra minn, hafi ég fundið náð í augum þínum, þá gakk eigi fram hjá þjóni þínum. 4Leyfið, að sótt sé lítið eitt af vatni, að þér megið þvo fætur yðar, og hvílið yður undir trénu. 5Og ég ætla að sækja brauðbita, að þér megið styrkja hjörtu yðar, – síðan getið þér haldið áfram ferðinni, – úr því að þér fóruð hér um hjá þjóni yðar.“ Og þeir svöruðu: „Gjörðu eins og þú hefir sagt.“

2 Kor 13:11-13

11Að öðru leyti, bræður, verið glaðir. Verið fullkomnir, áminnið hver annan, verið samhuga, verið friðsamir. Þá mun Guð kærleikans og friðarins vera með yður. 12Heilsið hver öðrum með heilögum kossi. Allir heilagir biðja að heilsa yður.

13Náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum.

Matt 11:25-27

25Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: „Ég vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum. 26Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.

27Allt er mér falið af föður mínum, og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.

Details

Date:
júní 2, 2024
Time:
11:00 - 13:00