Skip to content
Loading Events

« All Events

Messa 2. nóvember

nóvember 2 @ 11:00 13:00

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, sunnudaginn 2. nóvember kl 11:00, sem kallast 20. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð.

Fyrri ritningarlestur: Sálm 53:4-5, 9-14

Þegar ég er hræddur, treysti ég þér. Með Guðs hjálp mun ég lofa orð hans,
Guði treysti ég, ég óttast eigi.
Hvað getur hold gjört mér?

Þú hefir talið hrakninga mína,
tárum mínum er safnað í sjóð þinn,
já, rituð í bók þína. Fyrir því skulu óvinir mínir hörfa undan, er ég hrópa,
það veit ég, að Guð liðsinnir mér. Með Guðs hjálp mun ég lofa orð hans,
með hjálp Drottins mun ég lofa orð hans. Guði treysti ég, ég óttast eigi,
hvað geta menn gjört mér? Á mér hvíla, ó Guð, heit við þig,
ég vil gjalda þér þakkarfórnir, af því þú hefir frelsað sál mína frá dauða
og fætur mína frá hrösun,
svo að ég megi ganga frammi fyrir Guði í ljósi lífsins.

Síðari ritnignarlestur: Efes 5:15-21

Hafið því nákvæma gát á, hvernig þér breytið, ekki sem fávísir, heldur sem vísir. Notið hverja stund, því að dagarnir eru vondir. Verið því ekki óskynsamir, heldur reynið að skilja, hver sé vilji Drottins. Drekkið yður ekki drukkna af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum, og ávarpið hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum. Syngið og leikið fyrir Drottin í hjörtum yðar, og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists. Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists:

Guðspjall: Matt 22:1-14

Þá tók Jesús enn að tala við þá í dæmisögum og mælti: „Líkt er um himnaríki og konung einn, sem gjörði brúðkaup sonar síns. Hann sendi þjóna sína að kalla til brúðkaupsins þá, sem boðnir voru, en þeir vildu ekki koma. Aftur sendi hann aðra þjóna og mælti: ,Segið þeim, sem boðnir voru: Veislu mína hef ég búið, uxum mínum og alifé er slátrað, og allt er tilbúið, komið í brúðkaupið.’ En þeir skeyttu því ekki. Einn fór á akur sinn, annar til kaupskapar síns, en hinir tóku þjóna hans, misþyrmdu þeim og drápu. Konungur reiddist, sendi út her sinn og lét tortíma morðingjum þessum og brenna borg þeirra. Síðan segir hann við þjóna sína: ,Brúðkaupsveislan er tilbúin, en hinir boðnu voru ekki verðugir. Farið því út á vegamót, og bjóðið í brúðkaupið hverjum þeim sem þér finnið.’ Þjónarnir fóru út á vegina og söfnuðu öllum, sem þeir fundu, vondum og góðum, svo að brúðkaupssalurinn varð alskipaður gestum. Konungur gekk þá inn að sjá gestina og leit þar mann, sem var ekki búinn brúðkaupsklæðum. Hann segir við hann: ,Vinur, hvernig ert þú hér kominn og ert ekki í brúðkaupsklæðum?’ Maðurinn gat engu svarað. Konungur sagði þá við þjóna sína: ,Bindið hann á höndum og fótum og varpið honum í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.’ Því að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir.“

Friðrikskapella

Hlíðarendi 6-10
Reykjavík, 102 Iceland
+ Google Map