
Messa 22. október
október 22 @ 19:00 - 20:00

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 22. október kl 11:00, sem er 15. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð.
Rut 2:8–12
8Þá sagði Bóas við Rut: „Heyr þú, dóttir mín! Far þú ekki á annan akur til þess að tína, og far þú heldur ekki héðan, en haltu þig hér hjá stúlkum mínum. 9Gef þú gætur að þeim akri, þar sem kornskurðarmennirnir skera upp, og gakk þú á eftir þeim. Ég hefi boðið piltunum að amast ekki við þér. Og ef þig þyrstir, þá gakk að ílátunum og drekk af því, sem piltarnir ausa.“
10Þá féll hún fram á ásjónu sína og laut niður að jörðu og sagði við hann: „Hvers vegna sýnir þú mér þá velvild að víkja mér góðu, þar sem ég þó er útlendingur?“
11Bóas svaraði og sagði við hana: „Mér hefir verið sagt allt af því, hvernig þér hefir farist við tengdamóður þína eftir dauða manns þíns, og að þú hefir yfirgefið föður þinn og móður og ættland þitt og farið til fólks, sem þú þekktir ekki áður. 12Drottinn umbuni verk þitt, og laun þín verði fullkomin, er þú hlýtur af Drottni, Ísraels Guði, þar sem þú ert komin að leita skjóls undir vængjum hans.“
Filippíbréfið 2:12–18
12Þess vegna, mínir elskuðu, þér sem ætíð hafið verið hlýðnir, vinnið nú að sáluhjálp yðar með ugg og ótta eins og þegar ég var hjá yður, því fremur nú, þegar ég er fjarri. 13Því að það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér til velþóknunar.
14Gjörið allt án þess að mögla og hika, 15til þess að þér verðið óaðfinnanlegir og hreinir, flekklaus Guðs börn meðal rangsnúinnar og gjörspilltrar kynslóðar. Þér skínið hjá þeim eins og ljós í heiminum. 16Haldið fast við orð lífsins, mér til hróss á degi Krists. Þá hef ég ekki hlaupið til einskis né erfiðað til ónýtis.
17Og enda þótt blóði mínu verði úthellt við fórnarþjónustu mína, þegar ég ber trú yðar fram fyrir Guð, þá gleðst ég og samgleðst yður öllum. 18Af hinu sama skuluð þér einnig gleðjast og samgleðjast mér.
Tveir synir: Matt 21:28–32
28Hvað virðist yður? Maður nokkur átti tvo sonu. Hann gekk til hins fyrra og sagði: ,Sonur minn, far þú og vinn í dag í víngarði mínum.’ 29Hann svaraði: ,Það vil ég ekki.’ En eftir á sá hann sig um hönd og fór. 30Þá gekk hann til hins síðara og mælti á sömu leið. Hann svaraði: ,Já, herra,’ en fór hvergi. 31Hvor þeirra tveggja gjörði vilja föðurins?“
Þeir svara: „Sá fyrri.“
Þá mælti Jesús: „Sannlega segi ég yður: Tollheimtumenn og skækjur verða á undan yður inn í Guðs ríki. 32Því að Jóhannes kom til yðar og vísaði veg réttlætis, og þér trúðuð honum ekki, en tollheimtumenn og skækjur trúðu honum. Það sáuð þér, en snerust samt ekki síðar og trúðuð honum.