Skip to content
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Messa 29. september

september 29, 2024 @ 11:00 - 13:00

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, sunnudaginn 29. september kl 11:00, sem er 18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Við lesum þó ritningarlestra og guðspjall þrenningarhátíðar.

3 Mós 19:1–2 og 15–18

1 Drottinn talaði við Móse og sagði: 2 „Tala þú til alls safnaðar Ísraelsmanna og seg við þá: Þér skuluð vera heilagir, því að ég, Drottinn, Guð yðar, er heilagur.

15 Eigi skuluð þér ranglæti fremja í dómi. Þú skalt eigi draga taum lítilmagnans, né heldur vera hliðdrægur hinum volduga. Með réttvísi skalt þú dæma náunga þinn. 16 Þú skalt eigi ganga um sem rógberi meðal fólks þíns og eigi krefjast blóðs náunga þíns. Ég er Drottinn. 17 Þú skalt ekki hata bróður þinn í hjarta þínu. Einarðlega skalt þú ávíta náunga þinn, að þú eigi bakir þér synd hans vegna. 18 Eigi skalt þú hefnisamur vera né langrækinn við samlanda þína, en þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ég er Drottinn.

1 Jóh 2:1–6

1 Börnin mín! Þetta skrifa ég yður til þess að þér skuluð ekki syndga. En ef einhver syndgar, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesú Krist, hinn réttláta. 2 Hann er friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins. 3 Og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans. 4 Sá sem segir: „Ég þekki hann,“ og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum. 5 En hver sem varðveitir orð hans, í honum er sannarlega kærleikur til Guðs orðinn fullkominn. Af því þekkjum vér, að vér erum í honum. 6 Þeim sem segist vera stöðugur í honum, honum ber sjálfum að breyta eins og hann breytti.

Mark 4:21–25

21 Og hann sagði við þá: „Ekki bera menn ljós inn og setja það undir mæliker eða bekk? Er það ekki sett á ljósastiku? 22 Því að ekkert er hulið, að það verði eigi gjört opinbert, né leynt, að það komi ekki í ljós. 23 Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!“ 24 Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt. 25 Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það sem hann hefur.“

Details

Date:
september 29, 2024
Time:
11:00 - 13:00