
Messa 3. ágúst
ágúst 3 @ 11:00 – 13:00


Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, sunnudaginn 3. ágúst kl 11:00, sem kallast sjöundi sunnudagur eftir Þrenningarhátíð.
Fyrri ritningarlestur: Sálm 145:15–19
Allra augu vona á þig,
og þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma. Þú lýkur upp hendi þinni
og seður allt sem lifir með blessun. Drottinn er réttlátur á öllum sínum vegum
og miskunnsamur í öllum sínum verkum. Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann,
öllum sem ákalla hann í einlægni. Hann uppfyllir ósk þeirra er óttast hann,
og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar þeim.
Síðari ritnignarlestur: 2 Kor 9:8–12
Guð er þess megnugur að veita yður allar góðar gjafir ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt sem þér þarfnist og getið sjálfir veitt ríkulega til sérhvers góðs verks. Eins og ritað er: Hann miðlaði mildilega,
gaf hinum snauðu,
réttlæti hans varir að eilífu. Sá sem gefur sáðmanninum sæði og brauð til fæðu, hann mun og gefa yður sáð og margfalda það og auka ávexti réttlætis yðar. Þér verðið í öllu auðugir og getið jafnan sýnt örlæti sem kemur til leiðar þakklæti við Guð fyrir vort tilstilli. Því að þessi þjónusta, sem þér innið af hendi, bætir ekki aðeins úr skorti hinna heilögu, heldur ber hún og ríkulega ávexti við að margir menn þakka Guði.
Guðspjall: Mark 8:1–9
Um þessar mundir bar enn svo við, að mikill mannfjöldi var saman kominn og hafði ekkert til matar. Jesús kallar þá til sín lærisveinana og segir við þá: „Ég kenni í brjósti um mannfjöldann. Þeir hafa nú hjá mér verið þrjá daga og hafa ekkert til matar. Láti ég þá fara fastandi heim til sín, örmagnast þeir á leiðinni, en sumir þeirra eru langt að.“ Þá svöruðu lærisveinarnir: „Hvar er hægt að fá brauð til að metta þetta fólk hér í óbyggðum?“ Hann spurði þá: „Hve mörg brauð hafið þér?“ Þeir sögðu: „Sjö.“ Þá bauð hann fólkinu að setjast á jörðina, tók brauðin sjö, gjörði þakkir og braut þau og gaf lærisveinum sínum, að þeir bæru þau fram. En þeir báru þau fram fyrir fólkið. Þeir höfðu og fáeina smáfiska. Hann þakkaði Guði og bauð, að einnig þeir skyldu fram bornir. Menn neyttu og urðu mettir. Síðan tóku þeir saman leifarnar, sjö körfur. En þeir voru um fjórar þúsundir. Síðan lét hann þá fara.