Skip to content
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Messa 3. nóvember

nóvember 3 @ 11:00 - 13:00

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, sunnudaginn 3. nóvember kl 11:00, sem er 23. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Við minnumst einnig allraheilagramessu.

Sálm 50:14–15 og 23

14 Fær Guði þakkargjörð að fórn
og gjald Hinum hæsta þannig heit þín.15 Ákalla mig á degi neyðarinnar,
og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig.“

23 Sá sem færir þakkargjörð að fórn, heiðrar mig,
og þann sem breytir grandvarlega, vil ég láta sjá hjálpræði Guðs.“

2 Kor 8:1–8

1 En svo viljum vér, bræður, skýra yður frá þeirri náð, sem Guð hefur sýnt söfnuðunum í Makedóníu. 2 Þrátt fyrir þær miklu þrengingar, sem þeir hafa orðið að reyna, hefur ríkdómur gleði þeirra og hin djúpa fátækt leitt í ljós gnægð örlætis hjá þeim. 3 Ég get vottað það, hversu þeir hafa gefið eftir megni, já, um megn fram. Af eigin hvötum 4 lögðu þeir fast að oss og báðu um að mega vera í félagi við oss um samskotin til hinna heilögu. 5 Og þeir gjörðu betur en vér höfðum vonað, þeir gáfu sjálfa sig, fyrst og fremst Drottni, og síðan oss, að vilja Guðs. 6 Það varð til þess, að vér báðum Títus, að hann skyldi og leiða til lykta hjá yður þessa líknarþjónustu, eins og hann hefur byrjað. 7 Þér eruð auðugir í öllu, í trú, í orði og þekkingu, í allri alúð og í elsku yðar sem vér höfum vakið. Þannig skuluð þér og vera auðugir í þessari líknarþjónustu. 8 Ég segi þetta ekki sem skipun, heldur bendi ég á áhuga annarra til þess að reyna, hvort kærleiki yðar er einnig einlægur.

Matt 6:1–4

1 Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum. 2 Þegar þú gefur ölmusu, skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér, eins og hræsnarar gjöra í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín. 3 En þegar þú gefur ölmusu, viti vinstri hönd þín ekki, hvað sú hægri gjörir, 4 svo að ölmusa þín sé í leynum, og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

Upplýsingar

Dagsetn:
nóvember 3
Tími
11:00 - 13:00