Skip to content
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Messa 4. ágúst

ágúst 4 @ 11:00 - 13:00

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, sunnudaginn 4. ágúst kl 11:00, sem er 10. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Við lesum þó ritningarlestra og guðspjall þrenningarhátíðar.

Harm 5:1, 11–22

1 Minnstu þess, Drottinn, hvað yfir oss hefir gengið,
lít þú á og sjá háðung vora.

11 Konur hafa þeir svívirt í Síon,
meyjar í Júda-borgum.12 Höfðingja hengdu þeir,
öldungnum sýndu þeir enga virðingu.13 Æskumennirnir urðu að þræla við kvörnina,
og sveinarnir duttu undir viðarbyrðunum.14 Öldungarnir eru horfnir úr borgarhliðunum,
æskumennirnir frá strengleikum.15 Fögnuður hjarta vors er þrotinn,
gleðidans vor snúinn í sorg.16 Kórónan er fallin af höfði voru,
vei oss, því að vér höfum syndgað.17 Af því er hjarta vort sjúkt orðið,
vegna þess eru augu vor döpur,18 vegna Síonarfjalls, sem er í eyði
og refir nú hlaupa um. 19 Þú, Drottinn, ríkir að eilífu,
þitt hásæti stendur frá kyni til kyns.20 Hví vilt þú gleyma oss eilíflega,
yfirgefa oss um langan aldur?21 Snú þú oss til þín, Drottinn, þá snúum vér við,
lát þú daga vora aftur verða eins og forðum!22 Eða hefir þú hafnað oss fyrir fullt og allt,
reiðst oss úr öllum máta?

 

Róm 11:25—32

25 Ég vil ekki, bræður mínir, að yður sé ókunnugt um þennan leyndardóm, til þess að þér skuluð ekki með sjálfum yður ætla yður hyggna. Forherðing er komin yfir nokkurn hluta af Ísrael og varir þangað til heiðingjarnir eru allir komnir inn. 26 Og þannig mun allur Ísrael frelsaður verða, eins og ritað er: Frá Síon mun frelsarinn koma
og útrýma guðleysi frá Jakob.27 Og þetta er sáttmáli minn við þá,
þegar ég tek burt syndir þeirra. 28 Í ljósi fagnaðarerindisins eru þeir óvinir Guðs vegna yðar, en í ljósi útvalningarinnar elskaðir sakir feðranna. 29 Guð iðrar ekki náðargjafa sinna og köllunar. 30 Þér voruð fyrrum óhlýðnir Guði, en hafið nú hlotið miskunn vegna óhlýðni þeirra. 31 Þannig hafa þeir nú líka orðið óhlýðnir, til þess að einnig þeim mætti miskunnað verða fyrir miskunn þá, sem yður er veitt. 32 Guð hefur gefið alla óhlýðninni á vald, til þess að hann geti miskunnað öllum.

Jóh 4:19-26

19 Konan segir við hann: „Herra, nú sé ég, að þú ert spámaður. 20 Feður vorir hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli, en þér segið, að í Jerúsalem sé sá staður, þar sem tilbiðja skuli.“ 21 Jesús segir við hana: „Trú þú mér, kona. Sú stund kemur, að þér munuð hvorki tilbiðja föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem. 22 Þér tilbiðjið það, sem þér þekkið ekki. Vér tilbiðjum það, sem vér þekkjum, því hjálpræðið kemur frá Gyðingum. 23 En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilbiðja hann. 24 Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“ 25 Konan segir við hann: „Ég veit, að Messías kemur – það er Kristur. Þegar hann kemur, mun hann kunngjöra oss allt.“ 26 Jesús segir við hana: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“

Upplýsingar

Dagsetn:
ágúst 4
Tími
11:00 - 13:00