Skip to content
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Messa 4. júní

júní 4, 2023 @ 11:00 - 12:30

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 23. apríl kl 11:00, sem er Þrenningarhátíð.

Fyrri ritningarlestur

Drottinn birtist Abraham í Mamrelundi, er hann sat í tjalddyrum sínum í miðdegishitanum. Og hann hóf upp augu sín og litaðist um, og sjá, þrír menn stóðu gagnvart honum. Og er hann sá þá, skundaði hann til móts við þá úr tjalddyrum sínum og laut þeim til jarðar og mælti: „Herra minn, hafi ég fundið náð í augum þínum, þá gakk eigi fram hjá þjóni þínum. Leyfið, að sótt sé lítið eitt af vatni, að þér megið þvo fætur yðar, og hvílið yður undir trénu. Og ég ætla að sækja brauðbita, að þér megið styrkja hjörtu yðar, – síðan getið þér haldið áfram ferðinni, – úr því að þér fóruð hér um hjá þjóni yðar.“ Og þeir svöruðu: „Gjörðu eins og þú hefir sagt.“ 1 Mós 18:1-5

Síðari ritningarlestur

En er gæska Guðs frelsara vors birtist og elska hans til mannanna, þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug, þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gjörir oss nýja. Hann úthellti anda sínum yfir oss ríkulega fyrir Jesú Krist, frelsara vorn, til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs. Tít 3:4-7

Guðspjall

Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: „Ég vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum. Já, faðir, svo var þér þóknanlegt. Allt er mér falið af föður mínum, og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann. Matt 11:25-27

Details

Date:
júní 4, 2023
Time:
11:00 - 12:30

Venue

Friðrikskapella
Hlíðarendi 6-10
Reykjavík, 102 Iceland
+ Google Map