Skip to content
Loading Events

« All Events

Messa 5. janúar

janúar 5, 2025 @ 11:00 13:00

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, sunnudaginn 5. janúar kl 11:00, sem kallast „sunnudagur milli nýárs og þrettánda“

Fyrri ritningarlestur

Eins og hindin, sem þráir vatnslindir,
þráir sál mín þig, ó Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði,
hinum lifanda Guði.
Hvenær mun ég fá að koma
og birtast fyrir augliti Guðs?

Róm 12:1–5

Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi. Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna. Fyrir þá náð, sem mér er gefin, segi ég yður hverjum og einum að hugsa ekki hærra um sig en hugsa ber, heldur í réttu hófi, og halda sér hver og einn við þann mæli trúar, sem Guð hefur úthlutað honum. Vér höfum á einum líkama marga limi, en limirnir hafa ekki allir sama starfa. Eins erum vér, þótt margir séum, einn líkami í Kristi, en hver um sig annars limir.

Lúk 2:41–52

Foreldrar hans ferðuðust ár hvert til Jerúsalem á páskahátíðinni. Og þegar hann var tólf ára gamall, fóru þau upp þangað eins og siður var á hátíðinni. Þau voru þar út hátíðisdagana. En þegar þau sneru heimleiðis, varð sveinninn Jesús eftir í Jerúsalem, og vissu foreldrar hans það eigi. Þau hugðu, að hann væri með samferðafólkinu, og fóru eina dagleið og leituðu hans meðal frænda og kunningja. En þau fundu hann ekki og sneru þá aftur til Jerúsalem og leituðu hans. Eftir þrjá daga fundu þau hann í helgidóminum. Þar sat hann mitt á meðal lærifeðranna, hlýddi á þá og spurði þá. En alla, sem heyrðu til hans, furðaði stórum á skilningi hans og andsvörum. Og er þau sáu hann þar, brá þeim mjög, og móðir hans sagði við hann: „Barn, hví gjörðir þú okkur þetta? Við faðir þinn höfum leitað þín harmþrungin.“ Og hann sagði við þau: „Hvers vegna voruð þið að leita að mér? Vissuð þið ekki, að mér ber að vera í húsi föður míns?“ En þau skildu ekki það er hann talaði við þau. Og hann fór heim með þeim og kom til Nasaret og var þeim hlýðinn. En móðir hans geymdi allt þetta í hjarta sér. Og Jesús þroskaðist að visku og vexti, og náð hjá Guði og mönnum.

Friðrikskapella

Hlíðarendi 6-10
Reykjavík, 102 Iceland
+ Google Map