Skip to content
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Páskamessa 7. apríl (Vísitas og skírn)

apríl 7 @ 11:00 - 13:00

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið, sunnudaginn 7. apríl kl 11:00, sem er 1. sunnudagur eftir páska.

Torkild Masvie, biskup í Lútersku Kirkjunni í Noregi og á Íslandi (LKNI), sem JELK starfar undir, kemur í heimsókn og tekur þátt í messunni.

Það verður skírn í messunni rétt fyrir altarisgönguna.

Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og meðlæti.

Sálm 145:1-7

Davíðs-lofsöngur.

Ég vil vegsama þig, ó Guð minn, þú konungur,
og prísa nafn þitt um aldur og ævi.
2 Á hverjum degi vil ég prísa þig
og lofa nafn þitt um aldur og ævi.

3 Mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur,
mikilleikur hans er órannsakanlegur.
4 Ein kynslóðin vegsamar verk þín fyrir annarri
og kunngjörir máttarverk þín.
5 Þær segja frá tign og dýrð vegsemdar þinnar:
„Ég vil syngja um dásemdir þínar.“
6 Og um mátt ógnarverka þinna tala þær:
„Ég vil segja frá stórvirkjum þínum.“
7 Þær minna á þína miklu gæsku
og fagna yfir réttlæti þínu.

Post 4:32-35

32En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur höfðu þeir allt sameiginlegt. 33Postularnir báru vitni um upprisu Drottins Jesú með miklum krafti, og mikil náð var yfir þeim öllum. 34Eigi var heldur neinn þurfandi meðal þeirra, því að allir landeigendur og húseigendur seldu eign sína, komu með andvirðið 35og lögðu fyrir fætur postulanna. Og sérhverjum var úthlutað eftir því sem hann hafði þörf til.

Mark 16:9-14

9Þegar hann var upp risinn árla hinn fyrsta dag vikunnar, birtist hann fyrst Maríu Magdalenu, en út af henni hafði hann rekið sjö illa anda. 10Hún fór og kunngjörði þetta þeim, er með honum höfðu verið og hörmuðu nú og grétu. 11Þá er þeir heyrðu, að hann væri lifandi og hún hefði séð hann, trúðu þeir ekki.

12Eftir þetta birtist hann í annarri mynd tveimur þeirra, þar sem þeir voru á göngu á leið út í sveit. 13Þeir sneru við og kunngjörðu hinum, en þeir trúðu þeim ekki heldur.

14Seinna birtist hann þeim ellefu, þegar þeir sátu til borðs, og ávítaði þá fyrir vantrú þeirra og harðúð hjartans, að þeir hefðu ekki trúað þeim, er sáu hann upp risinn.

Details

Date:
apríl 7
Time:
11:00 - 13:00