
Samkomuhelgi: Það sem Guð gefur
júní 23 - júní 26

Velkomin á evangelísk-lúterska samkomuhelgi
Helgina 23.–26. júní 2023 bjóðum við upp á samkomuhelgi þar sem áherslan er lögð á biblíulega lúterska kennslu, góðan tíma fyrir umræður, máltíðir og til að spjalla saman. Yfirskriftin er „Það sem Guð gefur.“ Með henni viljum við beina sjónum að Guði, sem gefið hefur alla hluti, því hann er bæði skapari og lausnari heimsins.
Helgin fer fram í Friðrikskapellu og Suðurhlíðarskóla. Hægt er að fá allar máltíðir gegn vægu gjaldi, sem og einfalda gistingu fyrir þá sem koma langt að. Það kostar ekkert að taka þátt í samkomum og helgistundum, en vægt gjald verður tekið fyrir máltíðir og gistingu.
Nánari upplýsingar og skráning hér:
Ræðumenn

Rev. Brian A. Flamme
Brian A. Flamme er upprunalega frá Greenwood Indiana, en starfar í dag sem sóknarprestur Immanuel Lutheran Church í Roswell New Mexico. Hann hefur B.A. gráðu í heimspeki frá Indiana University; M.Div og S.T.M. gráðu í guðfræði frá Concordia Theological Seminary, Ft. Wayne með áherslu á trúvörn. Brian er giftur Jennifer og þau eiga þrjá stráka.

Sr. Sakarías Ingólfsson
Sakarías Ingólfsson er sóknarprestur Messíaskirkjunnar í Osló, sem og prestur JELK. Hann kláraði meistaragráðu í guðfræði við Fjellhaug Internasjonale Högskole árið 2011, og er að klára S.T.M viðbótargráðu frá Concordia Theological Seminary. Sakarías er giftur Margrethe, og þau eiga þrjú börn.

Rev. Justin Clarke
Justin Clarke er frá Parrsboro í Nova Scotia, en stundaði pestnám við Concordia Theological Seminary í Indiana. Hann starfar sem aðstoðarprestur í Christ Lutheran Church, Murray, Utah. Justin er giftur Joy og þau eiga fjögur börn.