
Guðsþjónusta 4. júní
Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 23. apríl kl 11:00, sem er Þrenningarhátíð. Fyrri ritningarlestur Drottinn birtist Abraham í Mamrelundi, er hann sat í tjalddyrum sínum í miðdegishitanum. Og hann hóf upp augu sín og litaðist um, og sjá, þrír menn stóðu gagnvart honum. Og er hann sá þá, skundaði hann til móts við þá úr tjalddyrum sínum og laut þeim til jarðar og mælti: „Herra minn, hafi ég fundið náð í augum þínum, þá gakk eigi fram hjá þjóni þínum. Leyfið, að sótt sé lítið eitt af vatni, að þér megið þvo fætur yðar, og hvílið yður undir trénu. Og ég ætla að sækja brauðbita, að þér megið styrkja hjörtu yðar, – síðan getið þér haldið áfram ferðinni, – úr því að þér fóruð hér um hjá þjóni yðar.“ Og þeir svöruðu: „Gjörðu eins og þú hefir sagt.“1 Mós 18:1-5 Síðari ritningarlestur En er gæska Guðs frelsara vors birtist og elska hans til mannanna, þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug, þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gjörir oss nýja. Hann úthellti anda sínum yfir oss ríkulega fyrir Jesú Krist, frelsara vorn, til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs.Tít 3:4-7 Guðspjall Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: „Ég vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum. Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.Allt er mér falið af föður mínum, og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.Matt 11:25-27
Biblíulestur á Zoom
Þriðjudaginn 6. júní 2023 kl 19:00 hittumst við á Zoom til að lesa Biblíuna saman. Við byrjum á því að skoða ákveðna sögu úr Biblíunni, og að því loknu lítum við einnig á nokkur atriði sem í fræðnum minni sem tengjast henni. Hver biblíulestur miðast við rúma klukkustund. Til að tengjast Zoom, er hægt að nota eftirfarandi beinan tengil: Beinn tengill: https://us02web.zoom.us/j/89214546933.. Eða opna Zoom-forritið og setja inn eftirfarandi upplýsingar:Meeting ID: 892 1454 6933Passcode: jelk
Biblíulestur
Þriðjudaginn 20. júní 2023 kl 19:00 hittumst við til að lesa Biblíuna saman. Við byrjum á því að skoða ákveðna sögu úr Biblíunni, og að því loknu lítum við einnig á nokkur atriði sem í fræðnum minni sem tengjast henni. Hver biblíulestur miðast við rúma klukkustund. Til að tengjast Zoom, er hægt að nota eftirfarandi beinan tengil: Beinn tengill: https://us02web.zoom.us/j/89214546933.. Eða opna Zoom-forritið og setja inn eftirfarandi upplýsingar:Meeting ID: 892 1454 6933Passcode: jelk
from to
Ráðstefna: Guð gefur
Dagana 23. júní til 26. júní 2023 bjóðum við til ráðstefnu í Reykjavík, með yfirskriftinni „Guð gefur.“ Aðal ræðumaður er Sr. Brian A. Flamme, sem er prestur í Immanuel Lutheran Church í Roswell New Mexico. Brian talar ensku, en boðið verður upp á túlkun. Helgistundir og guðsþjónusta á sunnudegi verða á íslensku, og mun Sr. Sakarías Ingólfsson leiða og tala á þessum stundum. Lögð verður áhersla á að hafa nægan tíma til máltíða og umræðna. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna koma með haustinu 2022.
Guðsþjónusta 25. júní
Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 25. juní kl 11:00, sem er 3. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Fyrri ritningarlestur Náðugur og miskunnsamur er Drottinn,þolinmóður og mjög gæskuríkur. Drottinn er öllum góður,og miskunn hans er yfir öllu, sem hann skapar. Öll sköpun þín lofar þig, Drottinn,og dýrkendur þínir prísa þig. Þeir tala um dýrð konungdóms þíns,segja frá veldi þínu. Þeir kunngjöra mönnum veldi þitt,hina dýrlegu tign konungdóms þíns. Konungdómur þinn er konungdómur um allar aldirog ríki þitt stendur frá kyni til kyns.Drottinn er trúfastur í öllum orðum sínumog miskunnsamur í öllum verkum sínum.Sálm 145:8-13 Síðari ritningarlestur Ég þakka honum, sem mig styrkan gjörði, Kristi Jesú, Drottni vorum, fyrir það að hann sýndi mér það traust að fela mér þjónustu, mér, sem fyrrum var lastmælandi, ofsóknari og smánari. En mér var miskunnað, sökum þess að ég gjörði það í vantrú, án þess að vita, hvað ég gjörði. Og náðin Drottins vors varð stórlega rík með trúnni og kærleikanum, sem veitist í Kristi Jesú.Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur. En fyrir þá sök var mér miskunnað, að Kristur Jesús skyldi sýna á mér fyrstum gjörvallt langlyndi sitt, þeim til dæmis, er á hann munu trúa til eilífs lífs.Konungi eilífðar, ódauðlegum, ósýnilegum, einum Guði sé heiður og dýrð um aldir alda. Amen.1 Tím 1:12-17 Guðspjall Enn sagði hann: „Maður nokkur átti tvo sonu. Sá yngri þeirra sagði við föður sinn: ,Faðir, lát mig fá þann hluta eignanna, sem mér ber.’ Og hann skipti með þeim eigum sínum. Fáum dögum síðar tók yngri sonurinn allt fé sitt og fór burt í fjarlægt land. Þar sóaði hann eigum sínum í óhófsömum lifnaði. En er hann hafði öllu eytt, varð mikið hungur í því landi, og hann tók að líða skort. Fór hann þá og settist upp hjá manni einum í því landi. Sá sendi hann út á lendur sínar að gæta svína. Þá langaði hann að seðja sig á drafinu, er svínin átu, en enginn gaf honum.En nú kom hann til sjálfs sín og sagði: ,Hve margir eru daglaunamenn föður míns og hafa gnægð matar, en ég ferst hér úr hungri! Nú tek ég mig upp, fer til föður míns og segi við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. Lát mig vera sem einn af daglaunamönnum þínum.’Og hann tók sig upp og fór til föður síns. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann. En sonurinn sagði við hann: ,Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn.’ Þá sagði faðir hans við þjóna sína: ,Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum. Sækið og alikálfinn og slátrið, vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag. Því að þessi sonur minn var dauður og er lifnaður aftur. Hann var týndur og er fundinn.’ Tóku menn nú að gjöra sér glaðan dag.En eldri sonur hans var á akri. Þegar hann kom og nálgaðist húsið, heyrði hann hljóðfæraslátt og dans. Hann kallaði á einn piltanna og spurði, hvað um væri að vera. Hann svaraði: ,Bróðir þinn er kominn, og faðir þinn hefur slátrað alikálfinum, af því að hann heimti hann heilan heim.’Þá reiddist hann og vildi ekki fara inn. En faðir hans fór út og bað hann koma. En hann svaraði föður sínum: ,Nú er ég búinn að þjóna þér öll þessi ár og hef aldrei breytt út af boðum þínum, og mér hefur þú aldrei gefið kiðling, að ég gæti glatt mig með vinum mínum. En þegar hann kemur, þessi sonur þinn, sem hefur sóað eigum þínum með skækjum, þá slátrar þú alikálfinum fyrir hann.’ Hann sagði þá við hann: ,Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt. En nú varð að halda hátíð og fagna, því hann bróðir þinn, sem var dauður, er lifnaður aftur, hann var týndur og er fundinn.'“Lúk 15:11-32Dagatal fyrir 2022-2023 kemur í Ágúst