Skip to content

1 Kor 15

Þess vegna trúi ég á óskeikulleika Biblíunnar

Í fimmtánda kafla Fyrra Korintubréfs skrifar Páll postuli stutta samantekt á dauða Jesú fyrir syndir okkar og upprisu hans frá dauðum. Þriðja vers kaflans bendir til þess að þessi samantekt hafi verið vel þekkt á tíma Páls, og hugsanlega var hún notuð sem nokkurskonar trúarjátning. Henni fylgir svo listi yfir ýmsa sjónarvotta, sem gátu staðfest fullyrðingarnar um bæði dauða og upprisu Krists. Fyrst og fremst þessara votta er Ritningin sjálf: Lögmál Móse, Spámennirnir og Sálmarnir (þ.m.t. viskuritin), sem sögðu fyrir um þessa atburði löngu áður en þeir áttu sér stað.… Read More »Þess vegna trúi ég á óskeikulleika Biblíunnar

Hinn upprisni Jesús birtist lærisveinunum í Galíleu. Annar sunnudagur páskatímans

Fyrri ritningarlestur: Sálm 116:1–9 Fyrri ritningarlestur er að finna í Sálmi 116, versum 1-9. Áður en við lesum þessi vers ætla ég að gefa ykkur smá samhengi. ‌Við lesum í raun bara hálfan sálminn, en þó mynda þessi orð heild innan hans, og í grísku sjötíumannaþýðingunni svokölluðu, er honum reyndar skipt í tvennt eftir níunda vers. ‌Eins og við munum heyra hljómar það eins og að sálmurinn hafi orðið til við mjög persónulegar aðstæður. Höfundur sálmsins—sem ekki er nafngreindur—var sjálfur í sálarangist og fann síðan frið hjá Drottni. Fyrstu tvö… Read More »Hinn upprisni Jesús birtist lærisveinunum í Galíleu. Annar sunnudagur páskatímans

Hvers vegna trúi ég á Jesú

Í sumar tók ég upp stutt myndband þar sem ég spyr hvort Páll postuli kenni Evu um syndafallið. Þetta myndband fékk nokur viðbrögð á facebook, og eitt þeirra segir meðal annars þetta: “Það var ekkert syndafall alveg eins og það var enginn Móses eða Jesús.” Þetta snertir þetta algert grundvallaratriði trúarinnar. Ef Jesús reis ekki upp frá dauðum, svo ekki sé talað um, ef hann var ekki til, þá er kristin trú ekki sönn. Ég trúi því hinsvegar að hún sé einmitt sönn, og að Nýja testamentið segi satt frá.… Read More »Hvers vegna trúi ég á Jesú