Skip to content

Afmæli

Að telja daga sína

Við afmælisdaga, áramót og önnur merk tímamót er venja að horfa um öxl á hið liðna, og fram á við í átt að hinu óþekkta. Kristin trú kennir okkur líka að minnast þess að við höfum takmarkaðan tíma, og þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að við munum öll deyja. 90. Sálmur segir því: Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.