Skip to content

Altarissakramenti

Kennimerki kirkjunnar: Altarissakramentið

Kirkja Krists er í raun og veru ósýnileg. Hún er söfnuður heilagra og sanntrúaðra manna og kvenna. Því er sagt að kirkjan sé byggð með okkur sem lifandi steinum. Við tölum líka um hina sönnu kirkju sem eina, heilaga, almenna og postullega kirkju. Engu að síður hefur kirkjan einnig ytri stofnanir, og í þeim er að finna bæði hræsnara og vonda menn, sem ekki eru raunverulegur hluti af henni. Stundum verða kirkjustofnanir svo spilltar að þær geta ekki lengur talist vera sönn kirkja. En hvernig getum við greint þær hverja… Read More »Kennimerki kirkjunnar: Altarissakramentið

Köllun Jesaja og altarissakramentið

Sagan um köllun spámannsins Jesaja er sögð í upphafi sjötta kafla jesajabókar. Jesaja segir frá sýn sem hann sá. 1Árið sem Ússía konungur andaðist sá ég Drottin sitjandi á háum og gnæfandi veldistóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn. 2Umhverfis hann stóðu serafar. Hafði hver þeirra sex vængi. Með tveimur huldu þeir ásjónur sínar, með tveimur huldu þeir fætur sína og með tveimur flugu þeir. Jesaja 6:1-2 Jesaja segir frá því að hann var staddur í musteri Drottins. Lýsingin er þó að mörgu leyti meira lifandi heldur enn musterið í… Read More »Köllun Jesaja og altarissakramentið

Spurningar og svör fyrir þá sem ganga til altaris

Hér að neðan er að finna Spurningar og svör fyrir þá sem ganga til altaris í þýðingu Dr. Einars Sigurbjörnssonar, og eru þau tekin úr útgáfu hans af Fræðum Lúthers hinum minni, með góðfúslegu leyfi höfundarréttarhafa og Skálholtsútgáfunnar. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um Fræðin minni, og hvernig nálgast má eintak af hverinu. Vinsamlegast hafðu samband við okkur ef þú finnur prentvillur eða aðra galla á þessarri stafrænu útgáfu. Efni eignað Lúther og oft útgefið með Fræðunum, en var samið eftir daga hans. 1.     Trúir þú, að þú sért syndari? Svar:… Read More »Spurningar og svör fyrir þá sem ganga til altaris