Skip to content

Annað boðorð

Annað boðorð: Nafn Jesú geymir hjálpræðið

Þegar ég var krakki skildum við oft annað boðorðið (Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma) annað hvort sem bann við því að blóta, eða að nota nafn Guðs óvarlega. En lítið var sagt um ástæðuna. Guð opinberar nefnilega ekki nafn sitt að óþörfu, heldur til þess að frelsa okkur í því. Eins og postulinn Pétur sagði á í 4. kafla postulasögunnar, 12. versi: „Ekki er hjálæpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.“