Skip to content

Fræðin minni

Grundvöllur bænarinnar

Sunnudagurinn kemur er 5. sunnudagur eftir páska, einnig kallaður 6. sunnudagur páskatímans. Þetta er síðasti sunnudagur fyrir uppstigningardag, og það hefur lengi verið hefð fyrir því að hefja á honum daglega bænagjörð fram að uppstigningardegi. Þá er gjarnan beðið fyrir landi og þjóð, góðri uppskeru og vernd Guðs yfir uppskeru ársins. Hugsið ykkur hvað þetta er frábær siður. Þegar við mörkum vorið með þessum hætti, játum við að það er Guð sem hefur skapað og gefið okkur alla hluti. Hann heldur náttúrinni gangandi, hann gefur sólskin og rigningu, og hann… Read More »Grundvöllur bænarinnar

Annað boðorð: Nafn Jesú geymir hjálpræðið

Þegar ég var krakki skildum við oft annað boðorðið (Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma) annað hvort sem bann við því að blóta, eða að nota nafn Guðs óvarlega. En lítið var sagt um ástæðuna. Guð opinberar nefnilega ekki nafn sitt að óþörfu, heldur til þess að frelsa okkur í því. Eins og postulinn Pétur sagði á í 4. kafla postulasögunnar, 12. versi: „Ekki er hjálæpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.“

Spjall um skriftir

Ég spjalla aðeins um skriftir, nefni eigin reynslu af þeim, tala um hvað þær eru og hver sé ritningarlegur grundvöllur þeirra. Hvað eru skriftir? Svar: Skriftir taka yfir tvö atriði: Annað er, að maður játi syndina, hitt er, að hann veiti aflausninni eða syndafyrirgefningunni viðtöku af skriftaföðurnum svo sem af Guði sjálfum væri og efist svo ekki um þetta, heldur trúi fastlega, að syndirnar séu með því fyrirgefnar hjá Guði á himnum. Úr fræðum Lúthers minni. Lesa áfram 19Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst… Read More »Spjall um skriftir

Spurningar og svör fyrir þá sem ganga til altaris

Hér að neðan er að finna Spurningar og svör fyrir þá sem ganga til altaris í þýðingu Dr. Einars Sigurbjörnssonar, og eru þau tekin úr útgáfu hans af Fræðum Lúthers hinum minni, með góðfúslegu leyfi höfundarréttarhafa og Skálholtsútgáfunnar. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um Fræðin minni, og hvernig nálgast má eintak af hverinu. Vinsamlegast hafðu samband við okkur ef þú finnur prentvillur eða aðra galla á þessarri stafrænu útgáfu. Efni eignað Lúther og oft útgefið með Fræðunum, en var samið eftir daga hans. 1.     Trúir þú, að þú sért syndari? Svar:… Read More »Spurningar og svör fyrir þá sem ganga til altaris

Hver er tilgangur trúarjátningarinnar?

Þegar við komum saman til guðsþjónustu, förum við jafnan með sameiginlega trúarjátningu okkar. Innihald Postullegu trúarjátningarinnar, sem og annara trúarjátninga er kennt í fermingarfræðslunni, og þar læra hana flestir utanbókar. Trúarjátningin inniheldur þau grundvallaratriði úr Ritningunni sem allir kristnir menn trúa. Jafnvel þær kirkjur sem vilji ekki notast við formbundnar játningar, játa samt sem áður þau atriði sem þar koma fram. En hver er eiginlega tilgangur trúarjátningarinnar? Trúarjátningin hefst á orðunum „Ég trúi.“ Hún er vitnisburður um hvað við vitum um Guð, og sérstaklega um fagnaðarerindið. Í ákveðnum skilningi má… Read More »Hver er tilgangur trúarjátningarinnar?

Hvað er skírn?

Þegar kristnir menn ræða saman um skírn, snýst umræðan oft um hvort rétt sé að skíra börn, eða hvort einungis eigi að skíra einstaklinga sem náð hafa nægilegum trúarþroska til að tjá trú sína opinberlega. Önnur spurning sem oft leitar upp á yfirborðið er hvort að skírn krefjist niðurdýfingar í skírnarlaug, eða hvort nóg sé að vatn sé til staðar yfir höfuð, gjarnan ausið úr skírnarfonti. Jafnvel þótt þessar spurningar séu mikilvægar, má þó segja að byrjað sé í röngum enda. Áður en hægt er að svara slíkum spurningum er… Read More »Hvað er skírn?