Skip to content

Fræðin minni

Hvað er skírn?

Þegar kristnir menn ræða saman um skírn, snýst umræðan oft um hvort rétt sé að skíra börn, eða hvort einungis eigi að skíra einstaklinga sem náð hafa nægilegum trúarþroska til að tjá trú sína opinberlega. Önnur spurning sem oft leitar upp á yfirborðið er hvort að skírn krefjist niðurdýfingar í skírnarlaug, eða hvort nóg sé að vatn sé til staðar yfir höfuð, gjarnan ausið úr skírnarfonti. Jafnvel þótt þessar spurningar séu mikilvægar, má þó segja að byrjað sé í röngum enda. Áður en hægt er að svara slíkum spurningum er… Read More »Hvað er skírn?

„Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.“

Skilningur okkar á Guði hefst með þessum einföldu orðum. Með þeim játum við að Guð er upphaf allra hluta, bæði alls þess sem við getum séð, skynjað og mælt, og alls þess sem er hafið yfir okkar skilningarvit. Fyrsta Mósebók segir frá því hverning Guð, með orði sínu, skapaði himinn og jörð, land og vötn; grös, tré og plöntur, fiska, fugla og öll dýr, og að lokum mann og konu. Allt saman er frá honum komið, og tilheyrir honum. Í Sálmi 24 stendur: Drottni heyrir jörðin og allt sem á… Read More »„Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.“