Skip to content

Friður

Friður á jörðu

Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnunum velþóknun. (Lúk 2:14) Þetta sungu englarnir á jólanótt, og kirkjan endurtekur líka orðin í hverri messu. Það er furðulegur boðskapur, ef maður hugsar um það hversu heimurinn er markaður af alls konar ófriði. Hvernig má þetta vera?

Friður sé með yður

Upprisa Krists frá dauðum er boðskapur páskadags. Upprisan er ekkert smáræði. Henni fylgir friður Drottins til okkar. Í frásögn Jóhannesarguðspjalls hljóma þessi orð þrisvar sinnum í 20. kafla. Að kvöldi páskadags voru allir postularnir nema Tómas saman komnir og höfðu læst dyrunum af ótta við gyðinga. Enn höfðu þeir ekki séð Krist upprisinn, og þótt þeyr höfðu heyrt vitnisburð kvennana, voru þeir óvissir um hverju þeir áttu að trúa. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður sé með yður!“ Þegar hann hafði þetta mælt,… Read More »Friður sé með yður