Skip to content

Hjónaband

Hjónaband er meira heldur en…

Í kristilegum samfélögum er stundum talað um hjónabandið sem þá umgjörð eða þá ramma sem Guð hefur sett fyrir sambúð eins karls og einnar konu, sem og uppeldi barna þeirra. Stundum er talað um það sem sáttmála. Það er svo sem ágætt, svo langt sem það nær. En ef við tökum skref afturábak, og rýnum í stærri myndina, þá líta sennilega flestir á hjónabandið sem einhverskonar opinbera innsiglun á rómantísku sambandi tveggja einstaklinga, sem einkennist m.a. af ást, tryggð, sambúð og samvinnu. Sú staðreynd að kristilegt hjónaband takmarkast við einn… Read More »Hjónaband er meira heldur en…

Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall…

Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi. 1 Mós 2:18 Í Biblíunni byrjar skilgreiningin á hjónabandinu með þessari einföldu athugun. Það er Guð sjálfur sem talar, eftir að hafa skapað manninn. Samkvæmt sköpunarsögunni í Fyrstu mósebók, öðrum kafla, hefur enginn maður, hvorki fyrr né síðar verið eins einsamall og einmitt Adam. Það var ekki einungis það að hann vantaði lífsförunaut, heldur var hann eina mannveran sem til var. Það að hann var umkringdur annars konar lífi, bæði plöntum og dýrum, breytti… Read More »Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall…