Skip to content

Jesaja

Köllun Jesaja og altarissakramentið

Sagan um köllun spámannsins Jesaja er sögð í upphafi sjötta kafla jesajabókar. Jesaja segir frá sýn sem hann sá. 1Árið sem Ússía konungur andaðist sá ég Drottin sitjandi á háum og gnæfandi veldistóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn. 2Umhverfis hann stóðu serafar. Hafði hver þeirra sex vængi. Með tveimur huldu þeir ásjónur sínar, með tveimur huldu þeir fætur sína og með tveimur flugu þeir. Jesaja 6:1-2 Jesaja segir frá því að hann var staddur í musteri Drottins. Lýsingin er þó að mörgu leyti meira lifandi heldur enn musterið í… Read More »Köllun Jesaja og altarissakramentið

Ný sköpun

Hér kemur tengill í upptöku á appi Lindarinnar Sunnudagurinn kemur er þriðji sunnudagur páskatímans og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítu, eins og allan páskatímann. Páskatíminn tími í  kirkjunni, sem hefst með páskum og lýkur með hátíðarhöldum Hvítasunnu. Það eru 40 dagar frá páskamorgni til Uppstigningardags, og er það sá tími þegar Jesús endurtekið birtist lærisveinum sínum eftir upprisu sína. Þá taka við enn 10 dagar þegar lærisveinarnir biðu þess að taka við Heilögum anda, og hefja kristniboð kirkjunnar. Það er sem sagt tíminn milli þessara dagar sem við köllum… Read More »Ný sköpun

Friður sé með yður

Sunnudagurinn kemur er annar sunnudagur í páskatíma og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítum eða gylltum, eins og þær eru allan páskatímann, þ.e.a.s fram að Hvítasunnu. Guðspjall dagsins er úr frásögn Jóhannesarguðspjalls af kvöldi páskadags. Fyrri ritningarlestur Fyrri ritningarlesturinn er texti úr spádómsbók Jesaja, og það er bók sem við höfum talað um áður í þessum þætti. Jesaja spámaður var uppi á þeim tíma þegar konungsríkið Ísrael var klofið í tvær þjóðir, norðurríkið Ísrael og suðurríkið Júda, og varð hann vitni af því að norðurríkið leið undir lok, meðan suðurríkinu… Read More »Friður sé með yður

Huggið lýð minn

Prédikað yfir textum 3. sunnudags í aðventu Jes 40:1-8; 1 Kor 4:1-5 og Matt 11:2-10. Megin inntak textanna er huggun fyrir lýðs Drottins: Lýðs sem þarfnast hennar.