Skip to content

Jóh 21

Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið

Fyrri ritningarlestur: Sálm 126 ‌Það er í raun alveg óskiljanlegt að Biblían skuli hafa sína egin sálmabók, og samt sem áður höfum við enga virka hefð fyrir því að syngja þessa sálma og læra þá utanað. En til þess eru þeir. Til að kunna þá. Til að sygja þá, raula þá við störfin sín, velta þeim fyrir sér, og læra af þeim. Sálmar Biblíunnar gefa okkur jafnvel orð til þess að ávarpa Drottinn þegar okkur vantar eigin orð. Margir þeirra tala líka eins og samfélag, og sálmur 126 er einmitt… Read More »Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið

Hirðirinn. (3. sunnud. pákatímans)

‌Fyrri ritningarlestur: Sálmur 23 ‌Fyrri ritningarlestur er að finna í Sálmunum, nánar tiltekið sálmi 23, sem margir kunna utanbókar. Þetta er augljóslega sálmur eftir Davíð konung, sem ber með sér minningar hans frá þeim tíma þegar hann var ungur maður, og gætti hjarða föður síns í nágreni við heimaþorp sitt, Betlehem. Það er fallegt að hugsa til þess að sálmur 23 lýsi að eihverju leyti þeim vötnum, grænu grundum og dölum þar sem Davíð ferðaðist, og þar sem aðrir hirðar ferðuðust nokkur hundruð árum síðar. Þá á ég við þá… Read More »Hirðirinn. (3. sunnud. pákatímans)

Hinn upprisni Jesús birtist lærisveinunum í Galíleu. Annar sunnudagur páskatímans

Fyrri ritningarlestur: Sálm 116:1–9 Fyrri ritningarlestur er að finna í Sálmi 116, versum 1-9. Áður en við lesum þessi vers ætla ég að gefa ykkur smá samhengi. ‌Við lesum í raun bara hálfan sálminn, en þó mynda þessi orð heild innan hans, og í grísku sjötíumannaþýðingunni svokölluðu, er honum reyndar skipt í tvennt eftir níunda vers. ‌Eins og við munum heyra hljómar það eins og að sálmurinn hafi orðið til við mjög persónulegar aðstæður. Höfundur sálmsins—sem ekki er nafngreindur—var sjálfur í sálarangist og fann síðan frið hjá Drottni. Fyrstu tvö… Read More »Hinn upprisni Jesús birtist lærisveinunum í Galíleu. Annar sunnudagur páskatímans