Skip to content

Jóhannesarguðspjall

Getur maður fyrirgefið syndir?

Greinin hér að neðan er skrifuð á ensku fyrir jelk.is og þýdd á íslensku. Upplýsingar um höfundinn er að finna neðan við greinina. Í kirkjunni þar sem ég þjóna hefst guðsþjónustan venjulega með því að við játum syndir okkar. (Við bjóðum reyndar líka uppá einkaskriftir, þar sem einstaklingur í einrúmi með prestinum, játar þær syndir sem angra hann. Hvort sem þú þekkir hið fyrra, síðara eða hvorugt, þá á eftirfarandi við um hvort tveggja.) Venjulega er gefin stutt þögn til að gefa hverjum og einum rúm til að íhuga þær… Read More »Getur maður fyrirgefið syndir?

Kærleikur í verki

Textarnir á sunnudag eru eftirfarndi. Fyrri lestur er úr hinum svokölluðu apókrýfuritum gamla testamentisins. Það er hópur bóka sem allment teljast ekki til Biblíunnar, en hafa þó oft fylgt henni. Lesturinn er hluti af lofgjörðar- og þakkarbæn, í lok Tóbítsbókar, nánar tiltekið 13. kafla, versum 1-5 og 8. Hér horfir megin persóna bókarinnar, Tóbít, um öxl, og sér handleiðslu Drottins gegnum mikla erfiðleika.‌‌ Síðari ritningarlesturinn er úr fyrsta bréfi Jóhannesar, hinu allmenna, 4. kafla, versum 10-16. Hér er talað skýrum orðum um kærleikann, hvað hann er og hvaðan hann kemur,… Read More »Kærleikur í verki

Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið

Fyrri ritningarlestur: Sálm 126 ‌Það er í raun alveg óskiljanlegt að Biblían skuli hafa sína egin sálmabók, og samt sem áður höfum við enga virka hefð fyrir því að syngja þessa sálma og læra þá utanað. En til þess eru þeir. Til að kunna þá. Til að sygja þá, raula þá við störfin sín, velta þeim fyrir sér, og læra af þeim. Sálmar Biblíunnar gefa okkur jafnvel orð til þess að ávarpa Drottinn þegar okkur vantar eigin orð. Margir þeirra tala líka eins og samfélag, og sálmur 126 er einmitt… Read More »Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið

Hirðirinn. (3. sunnud. pákatímans)

‌Fyrri ritningarlestur: Sálmur 23 ‌Fyrri ritningarlestur er að finna í Sálmunum, nánar tiltekið sálmi 23, sem margir kunna utanbókar. Þetta er augljóslega sálmur eftir Davíð konung, sem ber með sér minningar hans frá þeim tíma þegar hann var ungur maður, og gætti hjarða föður síns í nágreni við heimaþorp sitt, Betlehem. Það er fallegt að hugsa til þess að sálmur 23 lýsi að eihverju leyti þeim vötnum, grænu grundum og dölum þar sem Davíð ferðaðist, og þar sem aðrir hirðar ferðuðust nokkur hundruð árum síðar. Þá á ég við þá… Read More »Hirðirinn. (3. sunnud. pákatímans)

Lýður Guðs sameinaður (6. sunnudagur páskatímans)

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 24. maí kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Fyrri ritningarlestur Fyrri ritningarlestur er að finna í spádómsbók Esekíel, 37. kafla. Lesturinn er því úr þriðja og síðasta hluta bókarinnar, sem nær yfir kafla 33-48. Þessir kaflar tala til hinnar herleiddu ísraelsþjóðar á tíma Babýlon, og um komandi endurreisn þjóðarinnar, sem og nýtt musteri í Jerúsalem frá og með kafla 40. Það á við hér eins og… Read More »Lýður Guðs sameinaður (6. sunnudagur páskatímans)

Að vaxa í trú

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 10. maí kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Sunnudagurinn kemur er fjórði sunnudagur páskatímans og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítum lit eða gylltum, sem er litur Krists og sérlegra hátíða hans. Við ætlum að lesa ritningarlestra sunnudagsins og tala aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Þegar textarnir eru notaðir í kirkjunni, þá eru þeir að mörgu leyti teknir úr sínu samhengi og settir… Read More »Að vaxa í trú

Ný sköpun

Hér kemur tengill í upptöku á appi Lindarinnar Sunnudagurinn kemur er þriðji sunnudagur páskatímans og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítu, eins og allan páskatímann. Páskatíminn tími í  kirkjunni, sem hefst með páskum og lýkur með hátíðarhöldum Hvítasunnu. Það eru 40 dagar frá páskamorgni til Uppstigningardags, og er það sá tími þegar Jesús endurtekið birtist lærisveinum sínum eftir upprisu sína. Þá taka við enn 10 dagar þegar lærisveinarnir biðu þess að taka við Heilögum anda, og hefja kristniboð kirkjunnar. Það er sem sagt tíminn milli þessara dagar sem við köllum… Read More »Ný sköpun

Góði hirðirinn

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 26. apríl kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Sunnudagurinn kemur er kallaður annar sunnudagur eftir páska, og einnig annar sunnudagur páskatímans. Í kirkjunni eru páskar ekki bara hátíð páskadags, heldur einnig tíminn milli páskadags og hvítasunnu. Alla þessa daga verða kirkjur landsins skreyttar með hvítum eða gylltum. Við ætlum að lesa ritningarlestrana fyrir næstkomandi sunnudag og tala aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Þema… Read More »Góði hirðirinn