Skip to content

Lúkasarguðspjall

Grundvöllur bænarinnar

Sunnudagurinn kemur er 5. sunnudagur eftir páska, einnig kallaður 6. sunnudagur páskatímans. Þetta er síðasti sunnudagur fyrir uppstigningardag, og það hefur lengi verið hefð fyrir því að hefja á honum daglega bænagjörð fram að uppstigningardegi. Þá er gjarnan beðið fyrir landi og þjóð, góðri uppskeru og vernd Guðs yfir uppskeru ársins. Hugsið ykkur hvað þetta er frábær siður. Þegar við mörkum vorið með þessum hætti, játum við að það er Guð sem hefur skapað og gefið okkur alla hluti. Hann heldur náttúrinni gangandi, hann gefur sólskin og rigningu, og hann… Read More »Grundvöllur bænarinnar

Friður á jörðu

Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnunum velþóknun. (Lúk 2:14) Þetta sungu englarnir á jólanótt, og kirkjan endurtekur líka orðin í hverri messu. Það er furðulegur boðskapur, ef maður hugsar um það hversu heimurinn er markaður af alls konar ófriði. Hvernig má þetta vera?

Boðunardagur Maríu

Sunnudagurinn kemur er fjórði sunnudagur í föstutíma , og sem einnig má kalla miðföstudag, og verða hugsanlega einhverjar af kirkjum landsins skrýddar fjólubláum lit því til merkis. Þó eru líkur á því að margar kirkjur verði fremur skrýddar hvítum lit, sem er litur jóla og páska og sérlegra hátíða Krists. Það er jafnvel hugsanlegt að það verði sunginn svo sem einn jólasöngur í kirkjunni þinni, en það tíðkast sumstaðar á boðunardgi Maríu. Sjálfur er ég vanur að velja sönginn Guðs kristni í heimi. Reyndar er boðunardagur Maríu, haldinn hátíðlegur 25.… Read More »Boðunardagur Maríu

Jesús og Beelsebúl

Guðspjöllin segja okkur frá því hvernig kraftaverk Krists, sem og kenning hans, eru verk og kenning með valdi. Þegar farísear gátu ekki afneitað valdi hans, reyndu þeir þess í stað að útskýra það sem vald hins illa. Jesús svarar þeirri ásökun í guðspjalli sunnudags.

Sælir eru þeir

Þriðja sunnudag í föstu verða kirkjur landsins skreyttar með fjólubláum lit, til merkis um iðrun, föstu og undirbúning. Eins og fyrri vikur, lesum við ritningarlestrana og tölum aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Fyrri ritningarlestur Fyrri ritningarlestur er að finna í spádómsbók Sakaría. Ásamt spámönnunum Haggaí og Malakí talar hann til gyðinganna sem héldu úr útlegðinni í Babylon og aftur til fyrirheitna landsins. Hann talar með huggunarorðum og leiðbeiningum, sem og dómsorðum yfir óvinum þeirra. Bókin er full af huggun og von fyrir hinna herleiddu sem halda heim… Read More »Sælir eru þeir