Skip to content

Matteusarguðspjall

Undirbúningur fyrir þrenningarhátíð

Kirkjuárið Kirkjuárinu má skipta í tvo megin helminga. Fyrri helmingurinn markast af þremur megin hátiðum kristninnar. Hann byrjar á aðventu og jólum, þá kemur fasta og páskar og að lokum páskatími og hvítasunna. Þetta er sá helmingur kirkjuársins þegar við fylgjum sögunum af Jesú, að hluta til í rauntíma. Síðari hlutinn hefst með Þrenningarhátíð eða Trínítatis, og á eftir henni koma sunnudagar eftir þrenningarhátíð. Í þessum helmingi kirkjuársins eru engar megin hátíðir, og því meiri áhersla á kenningu Jesú. Sunnudagurinn kemur er sjálf þrenningarhátíðin, og hún leggur áherslu á heilaga… Read More »Undirbúningur fyrir þrenningarhátíð

Vald til að fyrirgefa syndir

Upptaka frá prédikun 19. sunnudag eftir þrenningarhátíð, sem haldin var í Friðrikskapellu 23. október 2022. Fyrri ritningarlestur Og þegar Ísraelsmenn segja: ,Atferli Drottins er ekki rétt!’ – ætli það sé atferli mitt, sem ekki er rétt, þér Ísraelsmenn? Ætli það sé ekki fremur atferli yðar, sem ekki er rétt? Fyrir því mun ég dæma sérhvern yðar eftir breytni hans, þér Ísraelsmenn, segir Drottinn Guð. Snúið yður og látið af öllum syndum yðar, til þess að þær verði yður ekki fótakefli til hrösunar. Varpið frá yður öllum syndum yðar, er þér… Read More »Vald til að fyrirgefa syndir

Falin perla

Í þekktri dæmisögu líkir Jesús himnaríki við kaupmann nokkurn sem leitaði að fögrum perlum. Þegar hann fann eina slíka perlu, fór hann og seldi allt, sem han átti, og keypti perluna (Matt 13:44-46). Eins og í svo mörgum dæmisögum Jesú, er ákveðnum hlut líkt við himnaríki. Og eins í svo mörgum þeirra er því líkt við hlut sem sögupersónan finnur, og er honum eða henni dýrmætur. Flest okkar þekkja til dæmis sögurnar um týnda sauðinn, týndu drökumuna (koparpeninginn) og týnda soninn, sem allar er að finna í 15. kafla Lúkasarguðspjalls.… Read More »Falin perla

Glíman við Guð

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 7. mars kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Upphaf þáttar Sunnudagurinn kemur er annar sunnudagur föstutímans og kirkjur landsins verða skreyttar með fjólubláum því til merkis. Við ætlum að lesa ritningarlestrana og tala aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Fyrri ritningarlestur Fyrri ritningarlestur er að finna í fyrstu Mósebók, sem inniheldur annars vegar frumsögu heimsins í fyrsta til ellefta kafla, og sögu fjögurra kynslóða… Read More »Glíman við Guð

Að afneita sjálfum sér og elska náungann

Upphaf þáttar Komiði sæl og velkomin í þáttinn Undirbúningur fyrir Sunnudag. Ég heiti Sakarías Ingólfsson og er prestur í verkefni sem kallast Játningarbundin Evangelísk-Lúthersk kristni. Þú finnur okkur á www.jelk.is, og við erum líka á facebook og YouTube. Sunnudagurinn kemur er fyrsti sunnudagur í hinni svokölluðu níuviknaföstu, sem sumstaðar er kölluð forfasta. Hún á sér ákveðna sögu, og á sennilega uppaf sitt í klaustrum vesturkirkjunni í byrjun miðalda, en hefur aldrei fest seg almennilega í sessi, sérstaklega ekki sem tími sameiginlegrar og allmennrar föstu. Engu að síður loðir nafnið við,… Read More »Að afneita sjálfum sér og elska náungann

Huggið lýð minn

Prédikað yfir textum 3. sunnudags í aðventu Jes 40:1-8; 1 Kor 4:1-5 og Matt 11:2-10. Megin inntak textanna er huggun fyrir lýðs Drottins: Lýðs sem þarfnast hennar.

Biblíulestur síðasta sunnudag kirkjuársins

Síðasta sunnudag kirkjuársins er litið til hinna síðustu tíma og endurkomu Krists. Fyrri ritningarlestur: Sálm 63.2-9 Sálmur eftir Davíð, þá er hann var í Júda-eyðimörk. 2 Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég,sál mína þyrstir eftir þér,hold mitt þráir þig,í þurru landi, örþrota af vatnsleysi.3 Þannig hefi ég litast um eftir þér í helgidóminumtil þess að sjá veldi þitt og dýrð,4 því að miskunn þín er mætari en lífið.Varir mínar skulu vegsama þig. 5 Þannig skal ég lofa þig meðan lifi,hefja upp hendurnar í þínu nafni.6 Sál mín mettast… Read More »Biblíulestur síðasta sunnudag kirkjuársins