Skip to content

Sálmarnir

Grundvöllur bænarinnar

Sunnudagurinn kemur er 5. sunnudagur eftir páska, einnig kallaður 6. sunnudagur páskatímans. Þetta er síðasti sunnudagur fyrir uppstigningardag, og það hefur lengi verið hefð fyrir því að hefja á honum daglega bænagjörð fram að uppstigningardegi. Þá er gjarnan beðið fyrir landi og þjóð, góðri uppskeru og vernd Guðs yfir uppskeru ársins. Hugsið ykkur hvað þetta er frábær siður. Þegar við mörkum vorið með þessum hætti, játum við að það er Guð sem hefur skapað og gefið okkur alla hluti. Hann heldur náttúrinni gangandi, hann gefur sólskin og rigningu, og hann… Read More »Grundvöllur bænarinnar

Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið

Fyrri ritningarlestur: Sálm 126 ‌Það er í raun alveg óskiljanlegt að Biblían skuli hafa sína egin sálmabók, og samt sem áður höfum við enga virka hefð fyrir því að syngja þessa sálma og læra þá utanað. En til þess eru þeir. Til að kunna þá. Til að sygja þá, raula þá við störfin sín, velta þeim fyrir sér, og læra af þeim. Sálmar Biblíunnar gefa okkur jafnvel orð til þess að ávarpa Drottinn þegar okkur vantar eigin orð. Margir þeirra tala líka eins og samfélag, og sálmur 126 er einmitt… Read More »Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið

Hirðirinn. (3. sunnud. pákatímans)

‌Fyrri ritningarlestur: Sálmur 23 ‌Fyrri ritningarlestur er að finna í Sálmunum, nánar tiltekið sálmi 23, sem margir kunna utanbókar. Þetta er augljóslega sálmur eftir Davíð konung, sem ber með sér minningar hans frá þeim tíma þegar hann var ungur maður, og gætti hjarða föður síns í nágreni við heimaþorp sitt, Betlehem. Það er fallegt að hugsa til þess að sálmur 23 lýsi að eihverju leyti þeim vötnum, grænu grundum og dölum þar sem Davíð ferðaðist, og þar sem aðrir hirðar ferðuðust nokkur hundruð árum síðar. Þá á ég við þá… Read More »Hirðirinn. (3. sunnud. pákatímans)

Að telja daga sína

Við afmælisdaga, áramót og önnur merk tímamót er venja að horfa um öxl á hið liðna, og fram á við í átt að hinu óþekkta. Kristin trú kennir okkur líka að minnast þess að við höfum takmarkaðan tíma, og þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að við munum öll deyja. 90. Sálmur segir því: Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.

Hinn krossfesti lifir

Í frumkirkjunni var snemma farið að lesa ákveðna ritningarlestra á ákveðnum tímum. Fyrst var það páskar og hvítasunna og svo jólahátíðin. Það var talið mikilvægt að fara yfir og kenna þessi texta þessarra hátíða allavega einu sinni á ári. Svo bættist smám saman ýmislegt annað við. Eftir nýár voru lesnir textar um opinberun á dýrð Krists, og á undan jólum og páskum komu föstutímar með þar til heyrandi áherslum. Svo bættust við dagar eins og dagur Jóhannesar skírara, eða Jónsmessa og dagur Stefáns píslavottar annan jóladag. Þá voru lesnir viðeigandi… Read More »Hinn krossfesti lifir