Skip to content

Skírn

Kennimerki kirkjunnar: Skírnin

Kirkja Krists er í raun og veru ósýnileg. Hún er söfnuður heilagra og sanntrúaðra manna og kvenna. Því er sagt að kirkjan sé byggð með okkur sem lifandi steinum. Við tölum líka um hina sönnu kirkju sem eina, heilaga, almenna og postullega kirkju. Engu að síður hefur kirkjan einnig ytri stofnanir, og í þeim er að finna bæði hræsnara og vonda menn, sem ekki eru raunverulegur hluti af henni. Stundum verða kirkjustofnanir svo spilltar að þær geta ekki lengur talist vera sönn kirkja. En hvernig getum við greint þær hverja… Read More »Kennimerki kirkjunnar: Skírnin

Sagan um Naaman

Í 2 Kon 5 er sögð sagan um Sýrlenska hershöfðingjan Naaman. Hann var þjáður af einhverskonar húðsjúkdóm, líkla líkþrá. Í von um að finna lækningu á sjúkdómnum ferðaðist hann til Ísrel á fund spámannsins Elísa. Áður en hann var kominn alla leið, kom boð frá Elísa: „Far og lauga þig sjö sinnum í Jórdan, þá mun hold þitt komast í samt lag og þú munt hreinn verða!“ (2 Kon 5:10) Naaman brást illa við þessum boðskap. Ef hreinlæti eitt var nóg til að hann læknaðist voru til betri staðir að… Read More »Sagan um Naaman

Hvað er skírn?

Þegar kristnir menn ræða saman um skírn, snýst umræðan oft um hvort rétt sé að skíra börn, eða hvort einungis eigi að skíra einstaklinga sem náð hafa nægilegum trúarþroska til að tjá trú sína opinberlega. Önnur spurning sem oft leitar upp á yfirborðið er hvort að skírn krefjist niðurdýfingar í skírnarlaug, eða hvort nóg sé að vatn sé til staðar yfir höfuð, gjarnan ausið úr skírnarfonti. Jafnvel þótt þessar spurningar séu mikilvægar, má þó segja að byrjað sé í röngum enda. Áður en hægt er að svara slíkum spurningum er… Read More »Hvað er skírn?

Dymbilvika

Dymbilvikan er runnin í garð og við fylgjum Kristi gegnum píslarsöguna. Að mörgu leyti hefst hún á pálmasunnudag þegar Jesus kemur inn í Jerúsalem borg rétt fyrir páskahátið Gyðinga. Borgin var stútfull af fólki sem kom allstaðar að til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Sumir höfðu jafnvel ferðast vikum saman, og það er varla hægt að ofmeta stemninguna sem hlýtur að hafa skapast. Þegar sex dagar eru eftir til páska kemur Jesú ríðandi inn í borgina á baki ösnufola. Í samræmi við spádóm Sakaría spámanns í Sak 9:9, var þetta… Read More »Dymbilvika