Skip to content

Textaröð A

Guðsþjónusta 23. október

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 23. október kl 11:00, sem er 19. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Fyrri ritningarlestur Og þegar Ísraelsmenn segja: ,Atferli Drottins er ekki rétt!’ – ætli það sé atferli mitt, sem ekki er rétt, þér Ísraelsmenn? Ætli það sé ekki fremur atferli yðar, sem ekki er rétt? Fyrir því mun ég dæma sérhvern yðar eftir breytni hans, þér Ísraelsmenn, segir Drottinn Guð. Snúið yður og látið af öllum syndum yðar, til þess að þær verði yður ekki fótakefli til hrösunar. Varpið frá yður öllum syndum yðar, er… Read More »Guðsþjónusta 23. október

Guðsþjónusta 11. desember

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 11. desember kl 11:00, sem er 3. sunnudagur í aðventu. Fyrri ritningarlestur Stíg upp á hátt fjall, þú Síon fagnaðarboði! Hef upp raust þína kröftuglega, þú Jerúsalem fagnaðarboði! Hef upp raustina, óttast eigi, seg borgunum í Júda: „Sjá, Guð yðar kemur!“ Sjá, hinn alvaldi Drottinn kemur sem hetja, og armleggur hans aflar honum yfirráða. Sjá, endurgjald hans fylgir honum, og fengur hans fer á undan honum. Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau… Read More »Guðsþjónusta 11. desember

Guðsþjónusta 25. júní

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 25. juní kl 11:00, sem er 3. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Fyrri ritningarlestur Náðugur og miskunnsamur er Drottinn,þolinmóður og mjög gæskuríkur. Drottinn er öllum góður,og miskunn hans er yfir öllu, sem hann skapar. Öll sköpun þín lofar þig, Drottinn,og dýrkendur þínir prísa þig. Þeir tala um dýrð konungdóms þíns,segja frá veldi þínu. Þeir kunngjöra mönnum veldi þitt,hina dýrlegu tign konungdóms þíns. Konungdómur þinn er konungdómur um allar aldirog ríki þitt stendur frá kyni til kyns.Drottinn er trúfastur í öllum orðum sínumog miskunnsamur í öllum verkum… Read More »Guðsþjónusta 25. júní

Guðsþjónusta 5. febrúar

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 4. febrúar kl 11:00, sem er fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu. Fyrri ritningarlestur Drottinn Guð þinn leiðir þig inn í gott land, inn í land, þar sem nóg er af vatnslækjum, lindum og djúpum vötnum, sem spretta upp í dölum og á fjöllum, inn í land, þar sem nóg er af hveiti og byggi, vínviði, fíkjutrjám og granateplatrjám, inn í land, þar sem nóg er af olíutrjám og hunangi, inn í land, þar sem þú munt ekki eiga við fátækt að búa og þar sem… Read More »Guðsþjónusta 5. febrúar

Guðsþjónusta 11. september

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 11. september kl 11:00, sem er 13. sunnudagur efir Þrenningarhátíð. Fyrri ritningarlestur Og er fram liðu stundir, færði Kain Drottni fórn af ávexti jarðarinnar. En Abel færði einnig fórn af frumburðum hjarðar sinnar og af feiti þeirra. Og Drottinn leit með velþóknun til Abels og fórnar hans, en til Kains og fórnar hans leit hann ekki með velþóknun. Þá reiddist Kain ákaflega og varð niðurlútur. Þá mælti Drottinn til Kains: „Hví reiðist þú, og hví ert þú niðurlútur? Er því ekki þannig farið: Ef… Read More »Guðsþjónusta 11. september

Lýður Guðs sameinaður (6. sunnudagur páskatímans)

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 24. maí kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Fyrri ritningarlestur Fyrri ritningarlestur er að finna í spádómsbók Esekíel, 37. kafla. Lesturinn er því úr þriðja og síðasta hluta bókarinnar, sem nær yfir kafla 33-48. Þessir kaflar tala til hinnar herleiddu ísraelsþjóðar á tíma Babýlon, og um komandi endurreisn þjóðarinnar, sem og nýtt musteri í Jerúsalem frá og með kafla 40. Það á við hér eins og… Read More »Lýður Guðs sameinaður (6. sunnudagur páskatímans)

Að vaxa í trú

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 10. maí kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Sunnudagurinn kemur er fjórði sunnudagur páskatímans og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítum lit eða gylltum, sem er litur Krists og sérlegra hátíða hans. Við ætlum að lesa ritningarlestra sunnudagsins og tala aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Þegar textarnir eru notaðir í kirkjunni, þá eru þeir að mörgu leyti teknir úr sínu samhengi og settir… Read More »Að vaxa í trú

Ný sköpun

Hér kemur tengill í upptöku á appi Lindarinnar Sunnudagurinn kemur er þriðji sunnudagur páskatímans og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítu, eins og allan páskatímann. Páskatíminn tími í  kirkjunni, sem hefst með páskum og lýkur með hátíðarhöldum Hvítasunnu. Það eru 40 dagar frá páskamorgni til Uppstigningardags, og er það sá tími þegar Jesús endurtekið birtist lærisveinum sínum eftir upprisu sína. Þá taka við enn 10 dagar þegar lærisveinarnir biðu þess að taka við Heilögum anda, og hefja kristniboð kirkjunnar. Það er sem sagt tíminn milli þessara dagar sem við köllum… Read More »Ný sköpun

Góði hirðirinn

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 26. apríl kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Sunnudagurinn kemur er kallaður annar sunnudagur eftir páska, og einnig annar sunnudagur páskatímans. Í kirkjunni eru páskar ekki bara hátíð páskadags, heldur einnig tíminn milli páskadags og hvítasunnu. Alla þessa daga verða kirkjur landsins skreyttar með hvítum eða gylltum. Við ætlum að lesa ritningarlestrana fyrir næstkomandi sunnudag og tala aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Þema… Read More »Góði hirðirinn

Friður sé með yður

Sunnudagurinn kemur er annar sunnudagur í páskatíma og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítum eða gylltum, eins og þær eru allan páskatímann, þ.e.a.s fram að Hvítasunnu. Guðspjall dagsins er úr frásögn Jóhannesarguðspjalls af kvöldi páskadags. Fyrri ritningarlestur Fyrri ritningarlesturinn er texti úr spádómsbók Jesaja, og það er bók sem við höfum talað um áður í þessum þætti. Jesaja spámaður var uppi á þeim tíma þegar konungsríkið Ísrael var klofið í tvær þjóðir, norðurríkið Ísrael og suðurríkið Júda, og varð hann vitni af því að norðurríkið leið undir lok, meðan suðurríkinu… Read More »Friður sé með yður