Skip to content

Trúarjátning

Hver er tilgangur trúarjátningarinnar?

Þegar við komum saman til guðsþjónustu, förum við jafnan með sameiginlega trúarjátningu okkar. Innihald Postullegu trúarjátningarinnar, sem og annara trúarjátninga er kennt í fermingarfræðslunni, og þar læra hana flestir utanbókar. Trúarjátningin inniheldur þau grundvallaratriði úr Ritningunni sem allir kristnir menn trúa. Jafnvel þær kirkjur sem vilji ekki notast við formbundnar játningar, játa samt sem áður þau atriði sem þar koma fram. En hver er eiginlega tilgangur trúarjátningarinnar? Trúarjátningin hefst á orðunum „Ég trúi.“ Hún er vitnisburður um hvað við vitum um Guð, og sérstaklega um fagnaðarerindið. Í ákveðnum skilningi má… Read More »Hver er tilgangur trúarjátningarinnar?

„Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.“

Skilningur okkar á Guði hefst með þessum einföldu orðum. Með þeim játum við að Guð er upphaf allra hluta, bæði alls þess sem við getum séð, skynjað og mælt, og alls þess sem er hafið yfir okkar skilningarvit. Fyrsta Mósebók segir frá því hverning Guð, með orði sínu, skapaði himinn og jörð, land og vötn; grös, tré og plöntur, fiska, fugla og öll dýr, og að lokum mann og konu. Allt saman er frá honum komið, og tilheyrir honum. Í Sálmi 24 stendur: Drottni heyrir jörðin og allt sem á… Read More »„Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.“