Skip to content

Tungutal

Babel og Hvítasunna

Í fyrstu ellefu köflum sínum segir Biblían frá sköpun heimsins, uppreisn mannsins gegn Guði og þar með tilurð syndar, böls og þjáningar í heiminum. Afleiðingar syndarinnar létu ekki á sér standa, og innan skamms hafði fyrsta manndrápið átt sér stað: Bróðurmorðið þar sem Kain drap Abel. Smám saman, sem mönnunum fjölgaði, óx einnig syndin, og sagt er frá því að Guð hafi iðrað þess að hann skapaði heiminn (1 Mós 6:6). Hann lét allsherjar flóð koma yfir jörðina, en bjargaði Nóa og fjölskyldu hans, ásamt nokkrum einstaklingum af hverri dýrategtund… Read More »Babel og Hvítasunna