Skip to content

Fræðsluefni

Hjónaband er meira heldur en…

Í kristilegum samfélögum er stundum talað um hjónabandið sem þá umgjörð eða þá ramma sem Guð hefur sett fyrir sambúð eins karls og einnar konu, sem og uppeldi barna þeirra. Stundum er talað um það sem sáttmála. Það er svo sem ágætt, svo langt sem það nær. En ef við tökum skref afturábak, og rýnum í stærri myndina, þá líta sennilega flestir á hjónabandið sem einhverskonar opinbera innsiglun á rómantísku sambandi tveggja einstaklinga, sem einkennist m.a. af ást, tryggð, sambúð og samvinnu. Sú staðreynd að kristilegt hjónaband takmarkast við einn… Read More »Hjónaband er meira heldur en…

Er aðventan lykillinn að jólastemningunni?

Hvað varð eiginlega af jólastemningunni sem ég hlakkaði svo mikið til þegar ég var krakki? Ég fór fyrst að sakna hennar í byrjun táningsáranna. Og það var ekki bar ég, heldur gátu margir félaga minna sagt hið sama. Kannski var það einfaldlega vegna þess að vorum að fullorðnast, og jólagjafir og sælgæti voru ekki lengur eins spennandi og áður. Eða kannski var það vegna þess að á hverju ári kepptust verslanir og útvarpsstöðvar um að vera á undan öllum öðrum með jólaskraut og jólapopptónlist. Ég átti allavega ekki erfitt með… Read More »Er aðventan lykillinn að jólastemningunni?

Þess vegna trúi ég á vitnisburð Nýja testamentisins

Forsíðumynd: Frá papýrus-handritinu Chester Beatty P46. Handritið inniheldur hluta af bréfum Páls postula, og var útbúið í kring um 175–225 e.Kr. Ég trúi á villulaus og óskeikul orð Biblíunnar. Þetta er tiltölulega einfalt þegar kemur að gamla testamentinu, því Jesús talar stöðugt um Ritninguna sem orð Guðs og sýnir ítrekað hvernig lögmálið, spámennirnir og viskuritin vitna um hann (t.d. Lúk 24:27) . Málið er þó aðeins öðruvísi þegar kemur að Nýja testamentinu, einfaldlega vegna þess að Nýja testamentið var skrifað niður eftir upprisu og himnaför hans, og því staðfestir Jesús… Read More »Þess vegna trúi ég á vitnisburð Nýja testamentisins

Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall…

Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi. 1 Mós 2:18 Í Biblíunni byrjar skilgreiningin á hjónabandinu með þessari einföldu athugun. Það er Guð sjálfur sem talar, eftir að hafa skapað manninn. Samkvæmt sköpunarsögunni í Fyrstu mósebók, öðrum kafla, hefur enginn maður, hvorki fyrr né síðar verið eins einsamall og einmitt Adam. Það var ekki einungis það að hann vantaði lífsförunaut, heldur var hann eina mannveran sem til var. Það að hann var umkringdur annars konar lífi, bæði plöntum og dýrum, breytti… Read More »Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall…

Þess vegna höldum við upp á uppstigningardag

Fyrir mörgum merkir uppstigningardagur lögboðinn frídag, eða í það minnsta dag þegar vinnuveitandi þarf að greiða hátíðarálag. Flestir gera sér kannski grein fyrir að uppstigningardagur er kristin hátíð, og hugsanlega að hún tengist því sem við segjum í trúarjátningunni: Að Jesús „steig upp til himna, settist við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.“ En hvað þýðir það að Jesús hafi stigið upp til himna, og hvernig getur það samræmst kveðjuorðum hans í lok Matteusarguðspjalls: „Sjá, ég er með yður alla daga allt… Read More »Þess vegna höldum við upp á uppstigningardag

Borðbænin

Á mínu heimili þar sem ég ólst upp var maturinn aldri snertur áður en borðbæn hafði verið beðin eða sungin. Sem fullorðinn maður og fjölsyldufaðir hef ég haldið í þessa hefð. Gestum getur þótt hefðin vera svolítið furðuleg en virðast alltaf bera virðingu fyrir henni. En það er þó eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna biðum við alltaf borðbæn? Þessi hefð hefst með Drottni sjálfum, og sköpunarverki hans. Við lærum um hann í fyrstu grein trúarinnar: Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Hvað er það? Svar:… Read More »Borðbænin

Köllun Guðs í daglegu lífi

Að skipta um bleyju, fara út með ruslið og svara í símann eru allt dæmi um þau verk sem vinna þarf í daglegu lífi. Við búum til kaffi á morgnana og útbúm morgunmat fyrir fjölskylduna. Þau eru eru kannski ekki mikils metin, og okkur þykur þau kannski skipta litlu máli. Fyrir skírð börn Guðs teljast þessi verk, samt sem áður vera góð verk. Við vinnum þau fyrir náunga okkar, þann sem okkur er nærstur, og tengdur okkur gegnum sakramenti heilagrar skírnar. Þetta er ætti að vera mikil uppörvun, því oft… Read More »Köllun Guðs í daglegu lífi