Skip to content

Fréttir

Trúfræðslunámskeið: Grundvallaratriði kristinnar trúar

Haustið 2023 hefjum við trúfræðslu-námskeið á Zoom. Námskeiðið er aðallega ætlað fullorðnum, og allir sem hafa áhuga geta tekið þátt í. Námskeiðið mun kynna meginatriði Biblíunnar, grundvallar kenningu kristinnar trúar og lífið í kirkjunni. Markmið námskeiðsins er að auðvelda eigin lestur á Biblíunni og gefa aukinn skilning á kristilegum hefðum og líferni.Inngangur að Biblíunni Stærstur hluti námskeiðsins snýst um að fara yfir söguþráð og tímalínu Biblíunnar í megin atriðum sínum. Helstu atburðir og sögupersónur verða skoðaðar nánar, sem og landssvæðið sem atburðirnir eiga sér stað á. Sem dæmi um atburði… Read More »Trúfræðslunámskeið: Grundvallaratriði kristinnar trúar

Námsferðalag til Ísrael

Ad-Fontes prestnám býður reglulega upp á námsferðalag til Ísrael, fyrir nemendur sína og aðra sem hafa áhuga á því. Á þessu misseri verður ferðalagið haldið 2.-14. janúar 2023. Þetta er tími þegar hitastigið í Ísrael er notarlegt og fjöldi ferðamanna er í lágmarki. Þáttakendur í ferðalaginu fá að kynnast steinunum og lifandi steinunum. Með öðrum orðum eru þetta kynni við landið, landafræðina, fornleifar og siði, en einnig við þá sem trúa á og fylgja Jesú í dag, sumir þeirra kristnir gyðingar, aðrir arabar og margir innflytjendur. Þetta gefur grundvallarþekkingu á… Read More »Námsferðalag til Ísrael

Ný þáttaröð af Undirbúningi fyrir sunnudag

Fimmtudaginn 7 . september hefst ný þriggja mánaða löng þáttaröð af útvarpsþættinum Undirbúningur fyrir Sunnudag. Í þessum þáttum fer Sakarías Ingólfsson yfir ritningarlestra og guðspjall næstkomandi sunnudags. Þættirnir verða á dagskrá Lindarinnar fimmtudaga kl 9:00, og verða endurteknir föstudaga kl 18:00 og laugardaga kl 14:00. Upptökur af þáttunum má nálgast á appi Lindarinnar og á YouTube-rás JELK.

Guðsþjónusta 23. apríl

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 23. apríl kl 11:00, sem er 2. s unnudagur páskatímans. Fyrri ritningarlestur Davíðssálmur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,leiðir mig að vötnum,þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína,leiðir mig um rétta vegufyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,óttast ég ekkert illt,því að þú ert hjá mér,sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borðframmi fyrir fjendum mínum,þú smyr höfuð mitt með olíu,bikar minn er barmafullur. Já, gæfa… Read More »Guðsþjónusta 23. apríl

Hvers vegna trúi ég á Jesú

Í sumar tók ég upp stutt myndband þar sem ég spyr hvort Páll postuli kenni Evu um syndafallið. Þetta myndband fékk nokur viðbrögð á facebook, og eitt þeirra segir meðal annars þetta: “Það var ekkert syndafall alveg eins og það var enginn Móses eða Jesús.” Þetta snertir þetta algert grundvallaratriði trúarinnar. Ef Jesús reis ekki upp frá dauðum, svo ekki sé talað um, ef hann var ekki til, þá er kristin trú ekki sönn. Ég trúi því hinsvegar að hún sé einmitt sönn, og að Nýja testamentið segi satt frá.… Read More »Hvers vegna trúi ég á Jesú

Dagskrá vetrarins komin á netið

Dagskrá vetrarins er nú komin á netið. Hægt er að nálgast hana með því að velja „starf“ í valmyndinni efst á síðunni og smella því næst á „dagatal“ (eða með því að smella hér). Dagskráin er einnig í boði með prentvænu sniði, og hana má nálgast með því að smella hér.

„Þú finnur ekki Guð í guðfræðinni…“

Ég var sennilega bara krakki þegar ég vissi hvernig ég vildi verja lífinu. Ég vissi snemma að ég vildi eignast eigin fjölskyldu, og ég vildi annað hvort vera prestur eða kokkur. Með öðrum orðum vildi ég annað hvort bera fram venjulega fæðu eða andlega fæðu. Á unglingsárum mínum talaði ég við hina og þessa um áætlanir mínar. Ég kynntist mörgum kristnum unglingum, sem og eldra fólki, sem voru brennandi í trúnni. Það hljómar kannski furðulega, en þó nokkrir óttuðust að guðfræðinám myndi eyðileggja trúna hjá mér. „Þú finnur ekki Guð… Read More »„Þú finnur ekki Guð í guðfræðinni…“

Ný þáttaröð á Lindinni

Þriðjudaginn 1. febrúar kl 09:00 verður frumfluttur fyrsti þáttur í þáttaröðinni „Undirbúningur fyrir Sunnudag“ á útvarpsstöðinni Lindin. Þættirnir verða sendir þriðjudaga kl 09:00 og endurfluttir fimmtudaga kl 13:00 og laugardaga kl 16:00. Það er Sakarías Ingólfsson sem kynnir næsta sunnudag í kirkjuárinu, les ritningarlestrana og guðspjallið, og skoðar samhengið sem textarnir standa í. Við undirbúum okkur í sameiningu fyrir það að heyra orð Guðs í guðsþjónustunni og taka það til okkar. Þættirnir verða einnig í boði á appi lindarinnar og sem hlaðvarp.

Guðsþjónusta 24. október

Við boðum til guðsþjónustu í Friðrikskapellu sunnudaginn 24. október kl 11:00. Sakarías Ingólfsson, prestur JELK, prédikar. Guðspjall þessa 21. sunnudags eftir Þrenningarhátíð skrifar guðspjallamaðurinn Lúkas 1Þá sagði hann þeim dæmisögu um það, hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast: 2″Í borg einni var dómari, sem hvorki óttaðist Guð né skeytti um nokkurn mann. 3Í sömu borg var ekkja, sem kom einlægt til hans og sagði: ,Lát þú mig ná rétti á mótstöðumanni mínum.’ 4Það vildi hann ekki lengi vel. En að lokum sagði hann við sjálfan sig: ,Ekki óttast… Read More »Guðsþjónusta 24. október

Guðsþjónusta 5. september

Við boðum til guðsþjónustu í Friðrikskapellu 5. september kl 11:00. Sakarías Ingólfsson, prestur JELK, prédikar. Guðspjall þessa 14. sunnudags eftir Þrenningarhátíð skrifar guðspjallamaðurinn Markús 29Úr samkundunni fóru þeir rakleitt í hús Símonar og Andrésar og með þeim Jakob og Jóhannes. 30Tengdamóðir Símonar lá með sótthita, og sögðu þeir Jesú þegar frá henni. 31Hann gekk þá að, tók í hönd henni og reisti hana á fætur. Sótthitinn fór úr henni, og hún gekk þeim fyrir beina.32Þegar kvöld var komið og sólin setst, færðu menn til hans alla þá, er sjúkir voru… Read More »Guðsþjónusta 5. september