Skip to content

Fréttir

Guðsþjónusta 5. september

Við boðum til guðsþjónustu í Friðrikskapellu 5. september kl 11:00. Sakarías Ingólfsson, prestur JELK, prédikar. Guðspjall þessa 14. sunnudags eftir Þrenningarhátíð skrifar guðspjallamaðurinn Markús 29Úr samkundunni fóru þeir rakleitt í hús Símonar og Andrésar og með þeim Jakob og Jóhannes. 30Tengdamóðir Símonar lá með sótthita, og sögðu þeir Jesú þegar frá henni. 31Hann gekk þá að, tók í hönd henni og reisti hana á fætur. Sótthitinn fór úr henni, og hún gekk þeim fyrir beina.32Þegar kvöld var komið og sólin setst, færðu menn til hans alla þá, er sjúkir voru… Read More »Guðsþjónusta 5. september

Afturhvarf til rótanna: Samlyndisbókin

Velkomin á heimasíðu verkefnis, sem við höfum kosið að kalla Játningarbundna lútherska kristni. Með því er átt við að við bindum okkur við sameiginlega játningu lútherskra kirkna um allan heim, sem einkennist af trúfesti við heilaga ritningu og þá útleggingu sem er að finna í Samlyndisbókinni frá 1580. Eftir því sem þjóðkirkjan verður skref fyrir skref sífellt frjálslyndari höfum við séð þörfina fyrir að hverfa aftur til rótanna: Að lesa heilaga ritningu í þeirri trú að hún sé raunverulega orð Guðs til okkar. Tilgangur hennar er að við öðlumst hjálpræði… Read More »Afturhvarf til rótanna: Samlyndisbókin