Skip to content

Greinar

Að telja daga sína

Við afmælisdaga, áramót og önnur merk tímamót er venja að horfa um öxl á hið liðna, og fram á við í átt að hinu óþekkta. Kristin trú kennir okkur líka að minnast þess að við höfum takmarkaðan tíma, og þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að við munum öll deyja. 90. Sálmur segir því: Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.

Jólasveinninn og Jesús: 4 atriði til samanburðar

Jólin eru hátíðin þar sem við höldum upp á fæðingu Jesú Krists, með því að rifja upp, lesa og endurnýja í huga okkar jólaguðspjallið. Sem kristin kirkja leggjum við áherslu á að þekkja þessa sögu vel, því hún mótar okkur sem lýð Guðs. Á jólahátíðinni kemur einnig jólasveinninn til byggða, og er hann orðinn hluti af jólahaldinu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Að því leiti til, ber Jesú og jólasveininum saman: Þeir koma báðir um jólin. Ég ætla að benda á þrjú önnur atriði til samanburðar. Gjafir Jólasveinninn og… Read More »Jólasveinninn og Jesús: 4 atriði til samanburðar

Þrír ritningarlestrar um dauðann

Páll postuli kennir okkur að kristnir menn eigi ekki syrgja eins og hinir, sem enga von eiga (1 Þess 4:13). Drottinn okkar lifir! Hann hefur troðið dauðann og gröfina, okkar gömlu fjendur, undir fótum sér, og þeir geta ekki lengur rifið alla hluti í sig (1 Kor 15:25). Hér að neðan munum við fjalla nánar um eðli þeirrar vonar sem við eigum, og hvað það er sem mætir vinum okkar og fjölskyldu sem dáið hafa í trúnni á Krist. Það eru þrír ritningartextar sem ég vil að þú þekkir vel.… Read More »Þrír ritningarlestrar um dauðann

„Þú finnur ekki Guð í guðfræðinni…“

Ég var sennilega bara krakki þegar ég vissi hvernig ég vildi verja lífinu. Ég vissi snemma að ég vildi eignast eigin fjölskyldu, og ég vildi annað hvort vera prestur eða kokkur. Með öðrum orðum vildi ég annað hvort bera fram venjulega fæðu eða andlega fæðu. Á unglingsárum mínum talaði ég við hina og þessa um áætlanir mínar. Ég kynntist mörgum kristnum unglingum, sem og eldra fólki, sem voru brennandi í trúnni. Það hljómar kannski furðulega, en þó nokkrir óttuðust að guðfræðinám myndi eyðileggja trúna hjá mér. „Þú finnur ekki Guð… Read More »„Þú finnur ekki Guð í guðfræðinni…“

Upprisa holdsins

Í lok postullegu trúarjátningarinar koma þessi furðulegu orð: „Ég trúi á… upprisu holdsins.“ Eða allavega voru þessi orð í trúarjátningunni þegar ég lærði hana á barnsaldri. Sumir sögðu reyndar „upprisu mannsins“ og hefur það orðalag smám saman tekið algerlega við. En hvað er átt við upprisu holdsins, og er upprisa mannsins það sama?

Hvernig gengur nýársheitið?

Að strengja nýársheit er hefð sem á rætur sínar að rekja langt aftur í aldir, og er því orðin nokkuð föst í sessi. Það er ekki óalgent að heitin fjalli um að bæta heilsu sína, t.d. að hreyfa sig meira, borða minna, fara fyrr að sofa, verja meiri tíma með þeim sem manni er annt um, eða bara að horfa upp frá símanum öðru hverju. Þegar þetta er skrifað eru liðnar tæpar tvær vikur af nýjá árinu. Í þau fáu skipti sem ég hef spreytt mig, hefur nýjársheitið yfirleitt farið… Read More »Hvernig gengur nýársheitið?

Helgun og þrengingar

Þjáningin er Guði vel kunn Í fyrsta lagi er þjáning ekki Guði framandi. Krossinn sýnir okkur það skýrlega. Spámaðurinn Jesaja nefndi Jesú harmkvælamann, kunnugum þjáningum (Jes 53:3). Enginn hefur nokkurntíman liðið þjáningar eins og þær sem Jesús leið í grasagarðinum Getsemane og á krossinum. Þar voru á hann lagðar allar syndir mannkyns og hin mikla reiði Guðs sem þeim fylgja. Þegar við heyrum Jesú hrópa af krossinum „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ ættum við, í það minnsta, að vita að Guð þekkir þjáningu vel af eigin… Read More »Helgun og þrengingar

Fimm hlutir sem hafa ber í huga við lestur gamla testamentisins.

2.Lestu gamla testamentið eins og postularnir gerðu Við lærum að hlusta á Krist þegar við lærum að hlusta á postula hans. Jesús talaði til þeirra og sagði: „Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér. En sá sem hafnar mér, hafnar þeim er sendi mig.“ (Lúk 10:16) Kristur var sendur til okkar af Guði Föður, svo að við mættum þekkja hjálpræðið sem hann einn getur gefið. Áður enn hann steig aftur upp til himna, sendi hann postula sína út um allan heim, til… Read More »Fimm hlutir sem hafa ber í huga við lestur gamla testamentisins.

Að þekkja góða boðun

Kristin boðun getur komið í ýmsu formi, og kemur hún víða við ef hún á að endurspegla boðskap Biblíunnar í heild sinni. Hér að neðan koma fjögur atriði sem ég hef í huga þegar ég hlusta á kristna boðun. Þessi atriði ber ekki að skilja sem gátlista, heldur sem hjálpartæki til að hlusta á kristna boðun með gagnrýnni hugsun og opinni Biblíu. 1. Fylgir ræðan texta úr Biblíunni? Kristin boðun byggir á texta Ritningarinnar sem lesinn er og útskýrður á eigin forsendum og í réttu samhengi. Biblíuleg boðun þarf að… Read More »Að þekkja góða boðun

Köllun Guðs í daglegu lífi

Að skipta um bleyju, fara út með ruslið og svara í símann eru allt dæmi um þau verk sem vinna þarf í daglegu lífi. Við búum til kaffi á morgnana og útbúm morgunmat fyrir fjölskylduna. Þau eru eru kannski ekki mikils metin, og okkur þykur þau kannski skipta litlu máli. Fyrir skírð börn Guðs teljast þessi verk, samt sem áður vera góð verk. Við vinnum þau fyrir náunga okkar, þann sem okkur er nærstur, og tengdur okkur gegnum sakramenti heilagrar skírnar. Þetta er ætti að vera mikil uppörvun, því oft… Read More »Köllun Guðs í daglegu lífi