Skip to content

Hugleiðing

Einföld leið til bænar

Ég veit ekki hvort það er mýta að hárgreiðslufólk sitji á mörgum leyndarmálum. Það er kannski ekki ósennilegt að viðskiptavinir séu tilbúnir til að opna sig fyrir vingjarnlegum klippara, sem þeir leyfa að snerta höfuð sitt, og treysta fyrir hári sínu, en halda samt ákveðinni fjarlægð við. Sérstaklega þegar hárskerinn hefur tamið sér kurteisislegt smáspjall. Það er allavega góð byrjun. Árið 1535 tók hárskerinn Pétur Baskendorf við þekktum viðskiptavini, siðbótarmanninum Marteini Lúter. Að þessu sinni var það hárskerinn sjálfur sem þurfti á því að halda að geta opnað sig fyrir… Read More »Einföld leið til bænar

Köllun Jesaja og altarissakramentið

Sagan um köllun spámannsins Jesaja er sögð í upphafi sjötta kafla jesajabókar. Jesaja segir frá sýn sem hann sá. 1Árið sem Ússía konungur andaðist sá ég Drottin sitjandi á háum og gnæfandi veldistóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn. 2Umhverfis hann stóðu serafar. Hafði hver þeirra sex vængi. Með tveimur huldu þeir ásjónur sínar, með tveimur huldu þeir fætur sína og með tveimur flugu þeir. Jesaja 6:1-2 Jesaja segir frá því að hann var staddur í musteri Drottins. Lýsingin er þó að mörgu leyti meira lifandi heldur enn musterið í… Read More »Köllun Jesaja og altarissakramentið

Falin perla

Í þekktri dæmisögu líkir Jesús himnaríki við kaupmann nokkurn sem leitaði að fögrum perlum. Þegar hann fann eina slíka perlu, fór hann og seldi allt, sem han átti, og keypti perluna (Matt 13:44-46). Eins og í svo mörgum dæmisögum Jesú, er ákveðnum hlut líkt við himnaríki. Og eins í svo mörgum þeirra er því líkt við hlut sem sögupersónan finnur, og er honum eða henni dýrmætur. Flest okkar þekkja til dæmis sögurnar um týnda sauðinn, týndu drökumuna (koparpeninginn) og týnda soninn, sem allar er að finna í 15. kafla Lúkasarguðspjalls.… Read More »Falin perla

Hvalfjarðargöng

Göngin

Einu sinni þegar ég var í barnaskóla var ákveðið að fara í ferðalag út í Hafnarfjarðarhraun. Ferðinni var heitið á Helgafell, en fyrst var stoppað við hinn svokallaða 90 metra helli. Margir fóru inn, en sennilega voru fáir sem skriðu alla leið inn í botninn…

Hvernig gengur nýársheitið?

Að strengja nýársheit er hefð sem á rætur sínar að rekja langt aftur í aldir, og er því orðin nokkuð föst í sessi. Það er ekki óalgent að heitin fjalli um að bæta heilsu sína, t.d. að hreyfa sig meira, borða minna, fara fyrr að sofa, verja meiri tíma með þeim sem manni er annt um, eða bara að horfa upp frá símanum öðru hverju. Þegar þetta er skrifað eru liðnar tæpar tvær vikur af nýjá árinu. Í þau fáu skipti sem ég hef spreytt mig, hefur nýjársheitið yfirleitt farið… Read More »Hvernig gengur nýársheitið?

Orðið varð hold og hann bjó hjá oss

Nú eru jólin loksins að ganga í garð. Við gleðjumst saman og minnumst fæðingu frelsarans. Matteusarguðspjall og Lúkasarguðspjall segja okkur hina vel þekktu sögu um Maríu og Jósef, barnið í jötunni, hirðana úti í haga, englasönginn og vitringanna frá austurlöndum. Sagan er líka sögð í Jóhannesarguðspjalli, en þá án allra þessa atriða. Jóhannesarguðspjall segir nefnilega ekki frá rás atburðanna, heldur frá merkingu þeirra. Hann byrjar á því að tala um hið eilífa orð. 1Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. 2Hann var í upphafi… Read More »Orðið varð hold og hann bjó hjá oss

Sagan um Naaman

Í 2 Kon 5 er sögð sagan um Sýrlenska hershöfðingjan Naaman. Hann var þjáður af einhverskonar húðsjúkdóm, líkla líkþrá. Í von um að finna lækningu á sjúkdómnum ferðaðist hann til Ísrel á fund spámannsins Elísa. Áður en hann var kominn alla leið, kom boð frá Elísa: „Far og lauga þig sjö sinnum í Jórdan, þá mun hold þitt komast í samt lag og þú munt hreinn verða!“ (2 Kon 5:10) Naaman brást illa við þessum boðskap. Ef hreinlæti eitt var nóg til að hann læknaðist voru til betri staðir að… Read More »Sagan um Naaman

Babel og Hvítasunna

Í fyrstu ellefu köflum sínum segir Biblían frá sköpun heimsins, uppreisn mannsins gegn Guði og þar með tilurð syndar, böls og þjáningar í heiminum. Afleiðingar syndarinnar létu ekki á sér standa, og innan skamms hafði fyrsta manndrápið átt sér stað: Bróðurmorðið þar sem Kain drap Abel. Smám saman, sem mönnunum fjölgaði, óx einnig syndin, og sagt er frá því að Guð hafi iðrað þess að hann skapaði heiminn (1 Mós 6:6). Hann lét allsherjar flóð koma yfir jörðina, en bjargaði Nóa og fjölskyldu hans, ásamt nokkrum einstaklingum af hverri dýrategtund… Read More »Babel og Hvítasunna

Friður sé með yður

Upprisa Krists frá dauðum er boðskapur páskadags. Upprisan er ekkert smáræði. Henni fylgir friður Drottins til okkar. Í frásögn Jóhannesarguðspjalls hljóma þessi orð þrisvar sinnum í 20. kafla. Að kvöldi páskadags voru allir postularnir nema Tómas saman komnir og höfðu læst dyrunum af ótta við gyðinga. Enn höfðu þeir ekki séð Krist upprisinn, og þótt þeyr höfðu heyrt vitnisburð kvennana, voru þeir óvissir um hverju þeir áttu að trúa. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður sé með yður!“ Þegar hann hafði þetta mælt,… Read More »Friður sé með yður

Dymbilvika

Dymbilvikan er runnin í garð og við fylgjum Kristi gegnum píslarsöguna. Að mörgu leyti hefst hún á pálmasunnudag þegar Jesus kemur inn í Jerúsalem borg rétt fyrir páskahátið Gyðinga. Borgin var stútfull af fólki sem kom allstaðar að til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Sumir höfðu jafnvel ferðast vikum saman, og það er varla hægt að ofmeta stemninguna sem hlýtur að hafa skapast. Þegar sex dagar eru eftir til páska kemur Jesú ríðandi inn í borgina á baki ösnufola. Í samræmi við spádóm Sakaría spámanns í Sak 9:9, var þetta… Read More »Dymbilvika