Skip to content

Ítarefni

Getur maður fyrirgefið syndir?

Greinin hér að neðan er skrifuð á ensku fyrir jelk.is og þýdd á íslensku. Upplýsingar um höfundinn er að finna neðan við greinina. Í kirkjunni þar sem ég þjóna hefst guðsþjónustan venjulega með því að við játum syndir okkar. (Við bjóðum reyndar líka uppá einkaskriftir, þar sem einstaklingur í einrúmi með prestinum, játar þær syndir sem angra hann. Hvort sem þú þekkir hið fyrra, síðara eða hvorugt, þá á eftirfarandi við um hvort tveggja.) Venjulega er gefin stutt þögn til að gefa hverjum og einum rúm til að íhuga þær… Read More »Getur maður fyrirgefið syndir?

Þrír ritningarlestrar um dauðann

Páll postuli kennir okkur að kristnir menn eigi ekki syrgja eins og hinir, sem enga von eiga (1 Þess 4:13). Drottinn okkar lifir! Hann hefur troðið dauðann og gröfina, okkar gömlu fjendur, undir fótum sér, og þeir geta ekki lengur rifið alla hluti í sig (1 Kor 15:25). Hér að neðan munum við fjalla nánar um eðli þeirrar vonar sem við eigum, og hvað það er sem mætir vinum okkar og fjölskyldu sem dáið hafa í trúnni á Krist. Það eru þrír ritningartextar sem ég vil að þú þekkir vel.… Read More »Þrír ritningarlestrar um dauðann

Helgun og þrengingar

Þjáningin er Guði vel kunn Í fyrsta lagi er þjáning ekki Guði framandi. Krossinn sýnir okkur það skýrlega. Spámaðurinn Jesaja nefndi Jesú harmkvælamann, kunnugum þjáningum (Jes 53:3). Enginn hefur nokkurntíman liðið þjáningar eins og þær sem Jesús leið í grasagarðinum Getsemane og á krossinum. Þar voru á hann lagðar allar syndir mannkyns og hin mikla reiði Guðs sem þeim fylgja. Þegar við heyrum Jesú hrópa af krossinum „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ ættum við, í það minnsta, að vita að Guð þekkir þjáningu vel af eigin… Read More »Helgun og þrengingar

Fimm hlutir sem hafa ber í huga við lestur gamla testamentisins.

2.Lestu gamla testamentið eins og postularnir gerðu Við lærum að hlusta á Krist þegar við lærum að hlusta á postula hans. Jesús talaði til þeirra og sagði: „Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér. En sá sem hafnar mér, hafnar þeim er sendi mig.“ (Lúk 10:16) Kristur var sendur til okkar af Guði Föður, svo að við mættum þekkja hjálpræðið sem hann einn getur gefið. Áður enn hann steig aftur upp til himna, sendi hann postula sína út um allan heim, til… Read More »Fimm hlutir sem hafa ber í huga við lestur gamla testamentisins.

Að þekkja góða boðun

Kristin boðun getur komið í ýmsu formi, og kemur hún víða við ef hún á að endurspegla boðskap Biblíunnar í heild sinni. Hér að neðan koma fjögur atriði sem ég hef í huga þegar ég hlusta á kristna boðun. Þessi atriði ber ekki að skilja sem gátlista, heldur sem hjálpartæki til að hlusta á kristna boðun með gagnrýnni hugsun og opinni Biblíu. 1. Fylgir ræðan texta úr Biblíunni? Kristin boðun byggir á texta Ritningarinnar sem lesinn er og útskýrður á eigin forsendum og í réttu samhengi. Biblíuleg boðun þarf að… Read More »Að þekkja góða boðun

Hvað er skírn?

Þegar kristnir menn ræða saman um skírn, snýst umræðan oft um hvort rétt sé að skíra börn, eða hvort einungis eigi að skíra einstaklinga sem náð hafa nægilegum trúarþroska til að tjá trú sína opinberlega. Önnur spurning sem oft leitar upp á yfirborðið er hvort að skírn krefjist niðurdýfingar í skírnarlaug, eða hvort nóg sé að vatn sé til staðar yfir höfuð, gjarnan ausið úr skírnarfonti. Jafnvel þótt þessar spurningar séu mikilvægar, má þó segja að byrjað sé í röngum enda. Áður en hægt er að svara slíkum spurningum er… Read More »Hvað er skírn?