Skip to content

Meginatriði trúarinnar

Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall…

Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi. 1 Mós 2:18 Í Biblíunni byrjar skilgreiningin á hjónabandinu með þessari einföldu athugun. Það er Guð sjálfur sem talar, eftir að hafa skapað manninn. Samkvæmt sköpunarsögunni í Fyrstu mósebók, öðrum kafla, hefur enginn maður, hvorki fyrr né síðar verið eins einsamall og einmitt Adam. Það var ekki einungis það að hann vantaði lífsförunaut, heldur var hann eina mannveran sem til var. Það að hann var umkringdur annars konar lífi, bæði plöntum og dýrum, breytti… Read More »Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall…

Annað boðorð: Nafn Jesú geymir hjálpræðið

Þegar ég var krakki skildum við oft annað boðorðið (Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma) annað hvort sem bann við því að blóta, eða að nota nafn Guðs óvarlega. En lítið var sagt um ástæðuna. Guð opinberar nefnilega ekki nafn sitt að óþörfu, heldur til þess að frelsa okkur í því. Eins og postulinn Pétur sagði á í 4. kafla postulasögunnar, 12. versi: „Ekki er hjálæpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.“

Lögmál og fagnaðarerindi

Flestir þekkja það að skipta má Biblíunni í gamla og nýja testamentið, þ.e. þau rit Biblíunnar sem skrifuð eru fyrir komu Krists og þau sem skrifuð eru eftir komu hans. En það má líka skipta boðskap Biblíunnar í heild, í tvenns konar boðskap: Lögmálið og fagnaðarerindið.