Skip to content

Meginatriði trúarinnar

Hvað er iðrun?

Hvað er iðrun? Hægt er að tala um hana í mjóum skilningi, þ.e. sem ótta og sorg yfir því að hafa brotið gegn vilja Guðs, eða í breiðum skilningi, sem einnig inniheldur trú. Án trúar er iðrunin aldrei fullkomin. Í þessu myndskeiði er sagt frá iðrun í breiðum skilningi.

Jesús er Drottinn!

Hér er sagt frá einni af fyrstu játningum kristinna manna: „Jesús er Drottinn!“ og hvað hún merkir. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn – og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis. Róm 10:9-10