Skip to content

Myndskeið

Undirbúningur fyrir þrenningarhátíð

Kirkjuárið Kirkjuárinu má skipta í tvo megin helminga. Fyrri helmingurinn markast af þremur megin hátiðum kristninnar. Hann byrjar á aðventu og jólum, þá kemur fasta og páskar og að lokum páskatími og hvítasunna. Þetta er sá helmingur kirkjuársins þegar við fylgjum sögunum af Jesú, að hluta til í rauntíma. Síðari hlutinn hefst með Þrenningarhátíð eða Trínítatis, og á eftir henni koma sunnudagar eftir þrenningarhátíð. Í þessum helmingi kirkjuársins eru engar megin hátíðir, og því meiri áhersla á kenningu Jesú. Sunnudagurinn kemur er sjálf þrenningarhátíðin, og hún leggur áherslu á heilaga… Read More »Undirbúningur fyrir þrenningarhátíð

Grundvöllur bænarinnar

Sunnudagurinn kemur er 5. sunnudagur eftir páska, einnig kallaður 6. sunnudagur páskatímans. Þetta er síðasti sunnudagur fyrir uppstigningardag, og það hefur lengi verið hefð fyrir því að hefja á honum daglega bænagjörð fram að uppstigningardegi. Þá er gjarnan beðið fyrir landi og þjóð, góðri uppskeru og vernd Guðs yfir uppskeru ársins. Hugsið ykkur hvað þetta er frábær siður. Þegar við mörkum vorið með þessum hætti, játum við að það er Guð sem hefur skapað og gefið okkur alla hluti. Hann heldur náttúrinni gangandi, hann gefur sólskin og rigningu, og hann… Read More »Grundvöllur bænarinnar

Kærleikur í verki

Textarnir á sunnudag eru eftirfarndi. Fyrri lestur er úr hinum svokölluðu apókrýfuritum gamla testamentisins. Það er hópur bóka sem allment teljast ekki til Biblíunnar, en hafa þó oft fylgt henni. Lesturinn er hluti af lofgjörðar- og þakkarbæn, í lok Tóbítsbókar, nánar tiltekið 13. kafla, versum 1-5 og 8. Hér horfir megin persóna bókarinnar, Tóbít, um öxl, og sér handleiðslu Drottins gegnum mikla erfiðleika.‌‌ Síðari ritningarlesturinn er úr fyrsta bréfi Jóhannesar, hinu allmenna, 4. kafla, versum 10-16. Hér er talað skýrum orðum um kærleikann, hvað hann er og hvaðan hann kemur,… Read More »Kærleikur í verki

Hinn upprisni Jesús birtist lærisveinunum í Galíleu. Annar sunnudagur páskatímans

Fyrri ritningarlestur: Sálm 116:1–9 Fyrri ritningarlestur er að finna í Sálmi 116, versum 1-9. Áður en við lesum þessi vers ætla ég að gefa ykkur smá samhengi. ‌Við lesum í raun bara hálfan sálminn, en þó mynda þessi orð heild innan hans, og í grísku sjötíumannaþýðingunni svokölluðu, er honum reyndar skipt í tvennt eftir níunda vers. ‌Eins og við munum heyra hljómar það eins og að sálmurinn hafi orðið til við mjög persónulegar aðstæður. Höfundur sálmsins—sem ekki er nafngreindur—var sjálfur í sálarangist og fann síðan frið hjá Drottni. Fyrstu tvö… Read More »Hinn upprisni Jesús birtist lærisveinunum í Galíleu. Annar sunnudagur páskatímans

Friður á jörðu

Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnunum velþóknun. (Lúk 2:14) Þetta sungu englarnir á jólanótt, og kirkjan endurtekur líka orðin í hverri messu. Það er furðulegur boðskapur, ef maður hugsar um það hversu heimurinn er markaður af alls konar ófriði. Hvernig má þetta vera?