Skip to content

Myndskeið

Eru jólin heiðin hátíð?

Sú skoðun hefur aukist í vinsældum að jólahátíðin sé í raun af heiðnum uppruna og sé þess vegna raunverulega heiðin hátíð. Er eitthvað til í þessari kenningu, og hvernig ber að svara henni? Hver er uppruni jólahátíðarinnar og hvaða máli skiptir hann?

Hvers vegna höldum við Aðventu?

Aðventan er tími til undirbúnings fyrir jólahátíðina. Í dag einkennist hún gjarnan af allskonar hlutum sem þar að gera, jólagjafaverslun, kökum, góðum mat og drykk, jólahlaðborðum og öðrum allsnægtum. En aðventan hefur líka sérstakan boðskap.

Annað boðorð: Nafn Jesú geymir hjálpræðið

Þegar ég var krakki skildum við oft annað boðorðið (Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma) annað hvort sem bann við því að blóta, eða að nota nafn Guðs óvarlega. En lítið var sagt um ástæðuna. Guð opinberar nefnilega ekki nafn sitt að óþörfu, heldur til þess að frelsa okkur í því. Eins og postulinn Pétur sagði á í 4. kafla postulasögunnar, 12. versi: „Ekki er hjálæpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.“

Allraheilagramessa

Hvers vegna höldum við allraheilagramessu í lúthersku kirkjunni? Í þessu stutta myndskeiði gef ég tvær ástæður fyrir því.

Vald til að fyrirgefa syndir

Upptaka frá prédikun 19. sunnudag eftir þrenningarhátíð, sem haldin var í Friðrikskapellu 23. október 2022. Fyrri ritningarlestur Og þegar Ísraelsmenn segja: ,Atferli Drottins er ekki rétt!’ – ætli það sé atferli mitt, sem ekki er rétt, þér Ísraelsmenn? Ætli það sé ekki fremur atferli yðar, sem ekki er rétt? Fyrir því mun ég dæma sérhvern yðar eftir breytni hans, þér Ísraelsmenn, segir Drottinn Guð. Snúið yður og látið af öllum syndum yðar, til þess að þær verði yður ekki fótakefli til hrösunar. Varpið frá yður öllum syndum yðar, er þér… Read More »Vald til að fyrirgefa syndir

Hvers vegna trúi ég á Jesú

Í sumar tók ég upp stutt myndband þar sem ég spyr hvort Páll postuli kenni Evu um syndafallið. Þetta myndband fékk nokur viðbrögð á facebook, og eitt þeirra segir meðal annars þetta: “Það var ekkert syndafall alveg eins og það var enginn Móses eða Jesús.” Þetta snertir þetta algert grundvallaratriði trúarinnar. Ef Jesús reis ekki upp frá dauðum, svo ekki sé talað um, ef hann var ekki til, þá er kristin trú ekki sönn. Ég trúi því hinsvegar að hún sé einmitt sönn, og að Nýja testamentið segi satt frá.… Read More »Hvers vegna trúi ég á Jesú

Hræðsla við víti?

Frá upphafi kristinnar trúar hafa kristnir menn talað um möguleikan á því að glatast eilíflega. Kristur sjálfur talaði um veruleika vítis. En hvers vegna tölum við um þetta? Erum við að reyna að hræða fólk til trúar? Er það yfir höfuð mögulegt? Og hvar er gleðiboðskapurinn?

Eins og heiðingi eða tollheimtumaður…

Jesus gaf okkur ferli fyrir sáttagjörð meðal kristinna manna. Þó, ef ekkert gengur, sé han þér eins og heiðingi eða tollheimtumaður. Hvað á Jesús við með því, og er það endirinn á málinu?