Skip to content

Myndskeið

Lögmál og fagnaðarerindi

Flestir þekkja það að skipta má Biblíunni í gamla og nýja testamentið, þ.e. þau rit Biblíunnar sem skrifuð eru fyrir komu Krists og þau sem skrifuð eru eftir komu hans. En það má líka skipta boðskap Biblíunnar í heild, í tvenns konar boðskap: Lögmálið og fagnaðarerindið.

Huggið lýð minn

Prédikað yfir textum 3. sunnudags í aðventu Jes 40:1-8; 1 Kor 4:1-5 og Matt 11:2-10. Megin inntak textanna er huggun fyrir lýðs Drottins: Lýðs sem þarfnast hennar.

Biblíulestur síðasta sunnudag kirkjuársins

Síðasta sunnudag kirkjuársins er litið til hinna síðustu tíma og endurkomu Krists. Fyrri ritningarlestur: Sálm 63.2-9 Sálmur eftir Davíð, þá er hann var í Júda-eyðimörk. 2 Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég,sál mína þyrstir eftir þér,hold mitt þráir þig,í þurru landi, örþrota af vatnsleysi.3 Þannig hefi ég litast um eftir þér í helgidóminumtil þess að sjá veldi þitt og dýrð,4 því að miskunn þín er mætari en lífið.Varir mínar skulu vegsama þig. 5 Þannig skal ég lofa þig meðan lifi,hefja upp hendurnar í þínu nafni.6 Sál mín mettast… Read More »Biblíulestur síðasta sunnudag kirkjuársins

Hvað er iðrun?

Hvað er iðrun? Hægt er að tala um hana í mjóum skilningi, þ.e. sem ótta og sorg yfir því að hafa brotið gegn vilja Guðs, eða í breiðum skilningi, sem einnig inniheldur trú. Án trúar er iðrunin aldrei fullkomin. Í þessu myndskeiði er sagt frá iðrun í breiðum skilningi.

Jesús er Drottinn!

Hér er sagt frá einni af fyrstu játningum kristinna manna: „Jesús er Drottinn!“ og hvað hún merkir. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn – og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis. Róm 10:9-10