Skip to content

Undirbúningur fyrir sunnudag

Undirbúningur fyrir sunnudag er útvarpsþáttur þar sem Sakarías Ingólfsson fer yfir ritningarlestra og guðspjall næstkomandi sunnudags.
Þættirnir eru á dagskrá Lindarinnar vorið 2022 á þriðjudögum kl 09:00 og endurfluttir fimmtudaga kl 13:00 og laugardaga kl 16:00.
Handrit að þáttunum kemur hér á síðuna sömu viku og þættirnir eru frumfluttir, og tengill í upptöku kemur þegar hann birtist í appi Lindarinnar.

Að vaxa í trú

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 10. maí kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Sunnudagurinn kemur er fjórði sunnudagur páskatímans og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítum lit eða gylltum, sem er litur Krists og sérlegra hátíða hans. Við ætlum að lesa ritningarlestra sunnudagsins og tala aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Þegar textarnir eru notaðir í kirkjunni, þá eru þeir að mörgu leyti teknir úr sínu samhengi og settir… Read More »Að vaxa í trú

Ný sköpun

Hér kemur tengill í upptöku á appi Lindarinnar Sunnudagurinn kemur er þriðji sunnudagur páskatímans og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítu, eins og allan páskatímann. Páskatíminn tími í  kirkjunni, sem hefst með páskum og lýkur með hátíðarhöldum Hvítasunnu. Það eru 40 dagar frá páskamorgni til Uppstigningardags, og er það sá tími þegar Jesús endurtekið birtist lærisveinum sínum eftir upprisu sína. Þá taka við enn 10 dagar þegar lærisveinarnir biðu þess að taka við Heilögum anda, og hefja kristniboð kirkjunnar. Það er sem sagt tíminn milli þessara dagar sem við köllum… Read More »Ný sköpun

Góði hirðirinn

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 26. apríl kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Sunnudagurinn kemur er kallaður annar sunnudagur eftir páska, og einnig annar sunnudagur páskatímans. Í kirkjunni eru páskar ekki bara hátíð páskadags, heldur einnig tíminn milli páskadags og hvítasunnu. Alla þessa daga verða kirkjur landsins skreyttar með hvítum eða gylltum. Við ætlum að lesa ritningarlestrana fyrir næstkomandi sunnudag og tala aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Þema… Read More »Góði hirðirinn

Friður sé með yður

Sunnudagurinn kemur er annar sunnudagur í páskatíma og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítum eða gylltum, eins og þær eru allan páskatímann, þ.e.a.s fram að Hvítasunnu. Guðspjall dagsins er úr frásögn Jóhannesarguðspjalls af kvöldi páskadags. Fyrri ritningarlestur Fyrri ritningarlesturinn er texti úr spádómsbók Jesaja, og það er bók sem við höfum talað um áður í þessum þætti. Jesaja spámaður var uppi á þeim tíma þegar konungsríkið Ísrael var klofið í tvær þjóðir, norðurríkið Ísrael og suðurríkið Júda, og varð hann vitni af því að norðurríkið leið undir lok, meðan suðurríkinu… Read More »Friður sé með yður

Hinn krossfesti lifir

Í frumkirkjunni var snemma farið að lesa ákveðna ritningarlestra á ákveðnum tímum. Fyrst var það páskar og hvítasunna og svo jólahátíðin. Það var talið mikilvægt að fara yfir og kenna þessi texta þessarra hátíða allavega einu sinni á ári. Svo bættist smám saman ýmislegt annað við. Eftir nýár voru lesnir textar um opinberun á dýrð Krists, og á undan jólum og páskum komu föstutímar með þar til heyrandi áherslum. Svo bættust við dagar eins og dagur Jóhannesar skírara, eða Jónsmessa og dagur Stefáns píslavottar annan jóladag. Þá voru lesnir viðeigandi… Read More »Hinn krossfesti lifir

Boðunardagur Maríu

Sunnudagurinn kemur er fjórði sunnudagur í föstutíma , og sem einnig má kalla miðföstudag, og verða hugsanlega einhverjar af kirkjum landsins skrýddar fjólubláum lit því til merkis. Þó eru líkur á því að margar kirkjur verði fremur skrýddar hvítum lit, sem er litur jóla og páska og sérlegra hátíða Krists. Það er jafnvel hugsanlegt að það verði sunginn svo sem einn jólasöngur í kirkjunni þinni, en það tíðkast sumstaðar á boðunardgi Maríu. Sjálfur er ég vanur að velja sönginn Guðs kristni í heimi. Reyndar er boðunardagur Maríu, haldinn hátíðlegur 25.… Read More »Boðunardagur Maríu

Sælir eru þeir

Þriðja sunnudag í föstu verða kirkjur landsins skreyttar með fjólubláum lit, til merkis um iðrun, föstu og undirbúning. Eins og fyrri vikur, lesum við ritningarlestrana og tölum aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Fyrri ritningarlestur Fyrri ritningarlestur er að finna í spádómsbók Sakaría. Ásamt spámönnunum Haggaí og Malakí talar hann til gyðinganna sem héldu úr útlegðinni í Babylon og aftur til fyrirheitna landsins. Hann talar með huggunarorðum og leiðbeiningum, sem og dómsorðum yfir óvinum þeirra. Bókin er full af huggun og von fyrir hinna herleiddu sem halda heim… Read More »Sælir eru þeir

Glíman við Guð

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 7. mars kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Upphaf þáttar Sunnudagurinn kemur er annar sunnudagur föstutímans og kirkjur landsins verða skreyttar með fjólubláum því til merkis. Við ætlum að lesa ritningarlestrana og tala aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Fyrri ritningarlestur Fyrri ritningarlestur er að finna í fyrstu Mósebók, sem inniheldur annars vegar frumsögu heimsins í fyrsta til ellefta kafla, og sögu fjögurra kynslóða… Read More »Glíman við Guð

Nú förum vér upp til Jerúsalem…

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 22. febrúar kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Upphaf þáttar Komiði sæl og velkomin í þáttinn Undirbúningur fyrir Sunnudag. Ég heiti Sakarías Ingólfsson og er prestur í verkefni sem kallast Játningarbundin Evangelísk-Lúthersk kristni. Þú finnur okkur á www.jelk.is, á facebook og á YouTube. Sunnudagurinn kemur er sunnudagur fyrir föstuinngang og kirkjur landsins verða skreyttar með grænum lit. Fastan hefst miðvikudaginn eftir, sem er öskudagur, og þá er skipt yfir fjólubláar skreytingar því til merkis. Það er gömul hefð… Read More »Nú förum vér upp til Jerúsalem…

Sáðmaðurinn

Upphaf þáttar Sunnudagurinn kemur er annar sunnudagur í níuvikna föstu og er áhersla á sáðkornið í líkingum Krists, sem er einmitt orð Guðs. Þess vegna á það vel við að dagurinn er einnig þekktur sem Biblíudagurinn. Kirkjur landsins verða skreyttar með grænum lit. Við ætlum að lesa ritningarlestrana og tala aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Stundum er talað um þrjár megin reglur fyrir góðan Biblíuskilning, og fyrsta reglan er þá að huga að samhenginu. Önnur reglan er að huga að samhenginu og sú þriðja að huga að… Read More »Sáðmaðurinn