Skip to content

mars 2021

Dymbilvika

Dymbilvikan er runnin í garð og við fylgjum Kristi gegnum píslarsöguna. Að mörgu leyti hefst hún á pálmasunnudag þegar Jesus kemur inn í Jerúsalem borg rétt fyrir páskahátið Gyðinga. Borgin var stútfull af fólki sem kom allstaðar að til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Sumir höfðu jafnvel ferðast vikum saman, og það er varla hægt að ofmeta stemninguna sem hlýtur að hafa skapast. Þegar sex dagar eru eftir til páska kemur Jesú ríðandi inn í borgina á baki ösnufola. Í samræmi við spádóm Sakaría spámanns í Sak 9:9, var þetta… Read More »Dymbilvika

„Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.“

Skilningur okkar á Guði hefst með þessum einföldu orðum. Með þeim játum við að Guð er upphaf allra hluta, bæði alls þess sem við getum séð, skynjað og mælt, og alls þess sem er hafið yfir okkar skilningarvit. Fyrsta Mósebók segir frá því hverning Guð, með orði sínu, skapaði himinn og jörð, land og vötn; grös, tré og plöntur, fiska, fugla og öll dýr, og að lokum mann og konu. Allt saman er frá honum komið, og tilheyrir honum. Í Sálmi 24 stendur: Drottni heyrir jörðin og allt sem á… Read More »„Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.“